Íslenski boltinn

Dómaraníð stuðningsmanns kostaði Gróttu 50 þúsund krónur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stuðningsmenn Gróttu. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Stuðningsmenn Gróttu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. vísir/hag

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur sektað Gróttu um 50 þúsund krónur vegna ummæla starfsmanns/stuðningsmanns félagsins í útsendingu Gróttu TV frá leik Gróttu og Keflavíkur í Lengjudeild kvenna.

Tökumaðurinn blótaði dómara leiksins í sand og ösku eftir sigurmark Keflavíkur. Hann vildi meina að það hefði ekki átt að standa vegna rangstöðu. Grótta baðst afsökunar á ummælunum og harmaði þau.

„Hvað ertu að pæla maður. Hún var kolrangstæð, hvaða rugl er þetta?“ sagði tökumaðurinn og var mikið niðri fyrir.

„Hvað er að þér maður, ertu ekki að dæma? Hvað ertu að hugsa? Hvernig var þetta ekki rangstaða? Ertu moron? Hvernig getur þú ekki séð að þetta sé rangstaða manneskja? Ertu með dómarapróf?“

Að mati aga- og úrskurðarnefndar voru ummælin ósæmileg og sköðuðu ímynd íslenskrar knattspyrnu. Þau kostuðu Gróttu 50 þúsund krónur eins og áður sagði.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.