Innlent

Út­gjöld ríkis vegna lengingar fæðingar­or­lofs aukast um 1,8 milljarða

Atli Ísleifsson skrifar
Í frumvarpinu er einnig kveðið á um barnabætur, útgjöldin vegna þess málaflokks haldast óbreytt frá fjárlögum þessa árs.
Í frumvarpinu er einnig kveðið á um barnabætur, útgjöldin vegna þess málaflokks haldast óbreytt frá fjárlögum þessa árs. Vísir/Vilhelm

Útgjöld ríkisins vegna lengingar fæðingarorlofs úr 10 mánuðum í 12 munu aukast um 1,9 milljarða á ári. Alls mun kostnaður ríkissjóðs vegna fæðingarorlofs þar með nema um 19 milljörðum á árinu.

Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun. Ákvörðunin um lengingu fæðingarorlofs var liður í aðgerðum ríkisstjórnar til að greiða fyrir Lífskjarasamningnum. Seinni hluti lengingarinnar kemur til framkvæmda á árinu 2021 og felur hún, ein og sér, í sér 1,9 milljaða króna útgjaldaaukningu. Alls er hins vegar gert ráð fyrir að heildarútgjaldaáhrif vegna lengingarinnar nemi 3,8 milljörðum króna.

Aukninguna má einnig rekja til hækkunar á hámarksgreiðslum í 600.000 kr. á mánuði sem tók gildi á árinu 2019.

Í frumvarpinu segir að alls hafi útgjöld ríkisins vegna fæðingarorlofs þá aukist um tæp 70 prósent frá árinu 2017 að raunvirði. „Aukninguna má einnig rekja til hækkunar á hámarksgreiðslum í 600.000 kr. á mánuði sem tók gildi á árinu 2019. Eru þessar aðgerðir liður í því að efla stuðning við börn og barnafjölskyldur sem er eitt af áherslumálum ríkisstjórnarinnar,“ segir í frumvarpinu.

Í frumvarpinu er einnig kveðið á um barnabætur, en heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2021 er áætluð 13,1 milljarður króna og er óbreytt frá fjárlögum þessa árs.

Allt það helsta um fjárlagafrumvarpið 2021 má finna í Vaktinni á Vísi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.