Innlent

Vaktin: Allt það helsta sem þú þarft að vita um fjár­laga­frum­varpið 2021

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/vilhelm

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnir í dag fjárlagafrumvarp fyrir árið 2021 og fjármálaáætlun fyrir árin 2021-2025. Blaðamannafundur ráðherra í fjármálaráðuneytinu hefst klukkan 10 og verður sýndur í beinni útsendingu hér á Vísi, á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi og í beinni textalýsingu neðst í fréttinni.

Fjárlagafrumvarpið er síðasta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna á þessu kjörtímabili.

Gera má ráð fyrir að frumvarpið litist þó nokkuð af kreppunni sem nú ríkir vegna kórónuveirufaraldursins en fyrsta umræða um fjárlög og fyrri umræða um fjármálaáætlun verða svo aðalmálin á dagskrá þingsins í næstu viku.

Uppfært: Hér má sjá upptöku frá kynningunni í heild sinni.

Að lokinni fjárlagakynningu fjármálaráðherra í dag tekur við setning Alþings klukkan 13:30. Þá flytur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnuræðu sína klukkan 19:30.

Beina textalýsingu af fundinum má finna hér fyrir neðan, ásamt öllu því helsta sem tengist nýju fjárlagafrumvarpi.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.