Sverrir Ingi úr leik | Mikael kominn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. september 2020 21:10 Sverrir Ingi í leik kvöldsins. PAOK komst ekki í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Andrei Shramko/Getty Images Tveir íslenskir landsliðsmenn voru í eldlínunni með liðum sínum í kvöld er þau reyndu að tryggja sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Mikael Anderson lék í örskamma stund í 4-1 sigri Midtjylland á meðan Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn í miðri vörn PAOK sem er úr leik. Vængmaðurinn Mikael Neville Anderson hóf leik Midtjylland og Slavia Prag á varamannabekknum en leikið var á heimavelli fyrrnefnda liðsins í Danmörku. Eftir markalaust jafntefli í Tékklandi voru dönsku meistararnir í góðum málum fyrir leik. Þeir fengu þó blauta tuska í andlitið þegar gestirnir komust yfir strax á 3. mínútu. Lengi vel leit út fyrir að gestirnir færu áfram en það var ekki fyrr en á 65. mínútu sem Sory Kaba jafnaði metin fyrir Midtjylland. Kaba brenndi síðan af vítaspyrnu á 81. mínútu og virtist sem Prag gæti farið áfram á útivallarmarkareglunni. Aðeins þremur mínútum síðar fengu heimamenn aftur vítaspyrnu og Alexander Scholz – fyrrum leikmanni Stjörnunnar – brást ekki bogalistin. Staðan orðin 2-1 og á síðustu sex mínútum leiksins bætti danska liðið við tveimur mörkum. Mikael kom inn af bekknum alveg í blálokin þegar staðan var orðin 4-1 en það reyndust lokatölur. Sverrir Ingi Ingason var á sínum stað í hjarta varnar grísku meistaranna PAOK er liðið reyndi að snúa einvígi sínu gegn rússneska liðinu Krasnodar sér í vil. Gestirnir frá Rússlandi voru 2-1 yfir eftir fyrri leikinn komust yfir með sjálfsmarki Giannis Michalidis á 73. mínútu og brakkan orðin brött fyrir PAOK. Omar El Kaddouri jafnaði metin á 77. mínútu en Remy Cabella – fyrrum leikmaður Newcastle United – kom Krasnodar aftur yfir mínútu síðar og þar við sat. Lokatölur 2-1 fyrir Krasnodar sem er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. PAOK fer hins vegar í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Sverrir Ingi lék allan leikinn og nældi sér í gult spjald á 24. mínútu. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Sjá meira
Tveir íslenskir landsliðsmenn voru í eldlínunni með liðum sínum í kvöld er þau reyndu að tryggja sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Mikael Anderson lék í örskamma stund í 4-1 sigri Midtjylland á meðan Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn í miðri vörn PAOK sem er úr leik. Vængmaðurinn Mikael Neville Anderson hóf leik Midtjylland og Slavia Prag á varamannabekknum en leikið var á heimavelli fyrrnefnda liðsins í Danmörku. Eftir markalaust jafntefli í Tékklandi voru dönsku meistararnir í góðum málum fyrir leik. Þeir fengu þó blauta tuska í andlitið þegar gestirnir komust yfir strax á 3. mínútu. Lengi vel leit út fyrir að gestirnir færu áfram en það var ekki fyrr en á 65. mínútu sem Sory Kaba jafnaði metin fyrir Midtjylland. Kaba brenndi síðan af vítaspyrnu á 81. mínútu og virtist sem Prag gæti farið áfram á útivallarmarkareglunni. Aðeins þremur mínútum síðar fengu heimamenn aftur vítaspyrnu og Alexander Scholz – fyrrum leikmanni Stjörnunnar – brást ekki bogalistin. Staðan orðin 2-1 og á síðustu sex mínútum leiksins bætti danska liðið við tveimur mörkum. Mikael kom inn af bekknum alveg í blálokin þegar staðan var orðin 4-1 en það reyndust lokatölur. Sverrir Ingi Ingason var á sínum stað í hjarta varnar grísku meistaranna PAOK er liðið reyndi að snúa einvígi sínu gegn rússneska liðinu Krasnodar sér í vil. Gestirnir frá Rússlandi voru 2-1 yfir eftir fyrri leikinn komust yfir með sjálfsmarki Giannis Michalidis á 73. mínútu og brakkan orðin brött fyrir PAOK. Omar El Kaddouri jafnaði metin á 77. mínútu en Remy Cabella – fyrrum leikmaður Newcastle United – kom Krasnodar aftur yfir mínútu síðar og þar við sat. Lokatölur 2-1 fyrir Krasnodar sem er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. PAOK fer hins vegar í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Sverrir Ingi lék allan leikinn og nældi sér í gult spjald á 24. mínútu.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Sjá meira