Sverrir Ingi úr leik | Mikael kominn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. september 2020 21:10 Sverrir Ingi í leik kvöldsins. PAOK komst ekki í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Andrei Shramko/Getty Images Tveir íslenskir landsliðsmenn voru í eldlínunni með liðum sínum í kvöld er þau reyndu að tryggja sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Mikael Anderson lék í örskamma stund í 4-1 sigri Midtjylland á meðan Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn í miðri vörn PAOK sem er úr leik. Vængmaðurinn Mikael Neville Anderson hóf leik Midtjylland og Slavia Prag á varamannabekknum en leikið var á heimavelli fyrrnefnda liðsins í Danmörku. Eftir markalaust jafntefli í Tékklandi voru dönsku meistararnir í góðum málum fyrir leik. Þeir fengu þó blauta tuska í andlitið þegar gestirnir komust yfir strax á 3. mínútu. Lengi vel leit út fyrir að gestirnir færu áfram en það var ekki fyrr en á 65. mínútu sem Sory Kaba jafnaði metin fyrir Midtjylland. Kaba brenndi síðan af vítaspyrnu á 81. mínútu og virtist sem Prag gæti farið áfram á útivallarmarkareglunni. Aðeins þremur mínútum síðar fengu heimamenn aftur vítaspyrnu og Alexander Scholz – fyrrum leikmanni Stjörnunnar – brást ekki bogalistin. Staðan orðin 2-1 og á síðustu sex mínútum leiksins bætti danska liðið við tveimur mörkum. Mikael kom inn af bekknum alveg í blálokin þegar staðan var orðin 4-1 en það reyndust lokatölur. Sverrir Ingi Ingason var á sínum stað í hjarta varnar grísku meistaranna PAOK er liðið reyndi að snúa einvígi sínu gegn rússneska liðinu Krasnodar sér í vil. Gestirnir frá Rússlandi voru 2-1 yfir eftir fyrri leikinn komust yfir með sjálfsmarki Giannis Michalidis á 73. mínútu og brakkan orðin brött fyrir PAOK. Omar El Kaddouri jafnaði metin á 77. mínútu en Remy Cabella – fyrrum leikmaður Newcastle United – kom Krasnodar aftur yfir mínútu síðar og þar við sat. Lokatölur 2-1 fyrir Krasnodar sem er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. PAOK fer hins vegar í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Sverrir Ingi lék allan leikinn og nældi sér í gult spjald á 24. mínútu. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira
Tveir íslenskir landsliðsmenn voru í eldlínunni með liðum sínum í kvöld er þau reyndu að tryggja sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Mikael Anderson lék í örskamma stund í 4-1 sigri Midtjylland á meðan Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn í miðri vörn PAOK sem er úr leik. Vængmaðurinn Mikael Neville Anderson hóf leik Midtjylland og Slavia Prag á varamannabekknum en leikið var á heimavelli fyrrnefnda liðsins í Danmörku. Eftir markalaust jafntefli í Tékklandi voru dönsku meistararnir í góðum málum fyrir leik. Þeir fengu þó blauta tuska í andlitið þegar gestirnir komust yfir strax á 3. mínútu. Lengi vel leit út fyrir að gestirnir færu áfram en það var ekki fyrr en á 65. mínútu sem Sory Kaba jafnaði metin fyrir Midtjylland. Kaba brenndi síðan af vítaspyrnu á 81. mínútu og virtist sem Prag gæti farið áfram á útivallarmarkareglunni. Aðeins þremur mínútum síðar fengu heimamenn aftur vítaspyrnu og Alexander Scholz – fyrrum leikmanni Stjörnunnar – brást ekki bogalistin. Staðan orðin 2-1 og á síðustu sex mínútum leiksins bætti danska liðið við tveimur mörkum. Mikael kom inn af bekknum alveg í blálokin þegar staðan var orðin 4-1 en það reyndust lokatölur. Sverrir Ingi Ingason var á sínum stað í hjarta varnar grísku meistaranna PAOK er liðið reyndi að snúa einvígi sínu gegn rússneska liðinu Krasnodar sér í vil. Gestirnir frá Rússlandi voru 2-1 yfir eftir fyrri leikinn komust yfir með sjálfsmarki Giannis Michalidis á 73. mínútu og brakkan orðin brött fyrir PAOK. Omar El Kaddouri jafnaði metin á 77. mínútu en Remy Cabella – fyrrum leikmaður Newcastle United – kom Krasnodar aftur yfir mínútu síðar og þar við sat. Lokatölur 2-1 fyrir Krasnodar sem er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. PAOK fer hins vegar í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Sverrir Ingi lék allan leikinn og nældi sér í gult spjald á 24. mínútu.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira