Innlent

Smit í Borgaskóla og allir í úrvinnslusóttkví

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Á góðviðrisdegi við Borgaskóla.
Á góðviðrisdegi við Borgaskóla. Reykjavíkurborg

Upp hefur komið Covid-19 smit í Borgaskóla í Grafarvogi. Meðan verið er að vinna að smitrakningu eru allir starfsmenn og nemendur settir í úrvinnslusóttkví.

„Það er gert til að gæta fyllsta öryggis og varúðar og eru foreldrar vinsamlegast beðnir um að halda nemendum heima á meðan unnið er að smitrakningu í skólanum,“ segir á vef skólans.

Nánari upplýsingar verði sendar út um leið og þær liggi fyrir.

Nemendur í Borgaskóla eru í 1. til 7. bekk. Um fimmtíu starfa við skólann samkvæmt upplýsingum á heimasíðu hans.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×