Enski boltinn

Barkley að láni til Villa

Sindri Sverrisson skrifar
Ross Barkley er orðinn leikmaður Aston Villa.
Ross Barkley er orðinn leikmaður Aston Villa. mynd/aston villa

Aston Villa hefur fengið Ross Barkley, miðjumann Chelsea, að láni út yfirstandandi leiktíð í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Barkley kom til Chelsea frá Everton í ársbyrjun 2018 en hefur ekki náð að festa sig í sessi. Þessi 26 ára gamli leikmaður var í byrjunarliði Chelsea í 13 deildarleikjum á síðustu leiktíð.

Barkley, sem á að baki 33 A-landsleiki fyrir England, kemur þó til með að styrkja lið Villa.

„Það er mikil lukka fyrir félagið að hafa fengið eins hæfileikaríkan mann og Ross og ég er viss um að hann mun njóta sín hér og bæta liðið,“ sagði Dean Smith, stjóri Villa.

Villa mætir Stoke City í deildabikarnum á morgun og tekur svo á móti Liverpool á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×