Erlent

Tíu þúsund nú látnir af völdum Co­vid-19 í Belgíu

Atli Ísleifsson skrifar
Á hátindi faraldursins í apríl voru skráð dauðsföll í Belgíu rúmlega 250 talsins á dag, um tíu daga í röð.
Á hátindi faraldursins í apríl voru skráð dauðsföll í Belgíu rúmlega 250 talsins á dag, um tíu daga í röð. Getty

Tíu þúsund manns hafa nú látið lífið af völdum Covid-19 í Belgíu en landið hefur farið einna verst út úr faraldrinum af öllum löndum Evrópu.

11,5 milljónir manna búa í Belgíu og á síðasta sólarhring dóu fjórtán til viðbótar úr sjúkdómnum. Skráð smit í landinu eru nú rúmlega 117 þúsund.

Dauðsföllum hefur farið fjölgandi í landinu síðasta mánuðinn en fólk á öldrunarheimilum landsins hefur farið sérstaklega illa út úr faraldrinum. Þannig hafa um tveir þriðju þeirra sem látist hafa úr Covid-19 í landinu búið á dvalarheimili fyrir aldraða.

Belgar hafa skráð dauðsföll af völdum Covid á annan og viðtækari hátt en flest önnur ríki. Þannig hafa dauðsföll á öldrunar- og hjúkrunarheimilum, þar sem talið er að veiran kunni að hafa valdið dauða þó að ekki hafi verið skimað fyrir veirunni í viðkomandi, verið talin með í heildardánartölunni.

Á hátindi faraldursins í apríl voru skráð dauðsföll á dag í Belgíu rúmlega 250 talsins, um tíu daga í röð, að því er fram kemur í frétt Guardian.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.