Framíköll, óreiða og deilur einkenndu kappræðurnar Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2020 07:30 Frá kappræðunum í nótt. AP/Olivier Douliery Fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í Cleveland í nótt. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum og deilum. Þar deildu þeir um efnahag Bandaríkjanna, heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar, hæstarétt Bandaríkjanna og deilur og átök í Bandaríkjunum, svo eitthvað sé nefnt. Þetta voru fyrstu kappræðurnar af þremur. Þeim var stýrt af Chris Wallace, frá Fox News. Frá fyrstu mínútu einkenndust kappræðurnar af óreiðu, framígripum og deilum. Trump greip ítrekað fram í fyrir Biden og Wallace og móðgaði Biden sömuleiðis ítrekað og varpaði fram fjölmörgum ósannindum. Wallace bað Trump einu sinni um að hætta að grípa fram í fyrir þeim. „Hann líka,“ sagði hinn 74 ára gamli forseti Bandaríkjanna. Wallace benti Trump þá á að hann hefði gripið mun meira fram í en Biden. Þegar verið var að ræða hæstarétt Bandaríkjanna, tiltölulega snemma í kappræðunum, sagði Biden mótframbjóðanda sínum að þegja. Þá var Trump að grípa fram í fyrir Biden. Báðir menn töluðu ófallega um hvor annan. Biden kallaði Trump meðal annars rasista og versta forseta í sögu Bandaríkjanna. Trump gerði lítið úr gáfum Biden og gagnrýndi fjölskyldumeðlimi hans. Biden staðhæfði að ef Trump yrði endurkjörinn yrðu Bandaríkin „aumari, veikari, fátækari, sundraðri og ofbeldisfyllri“. Trump staðhæfði að ef Biden yrði kjörinn forseti myndu Bandaríkin ganga í gegnum stærstu kreppu sem þjóðin hefði upplifað. Fordæmdi ekki þjóðernissinna Þegar Trump var spurður hvort hann væri tilbúinn að fordæma þjóðernissinna og aðra hægri sinnaða öfgahópa, gerði hann það ekki. Umræðan snerist sérstaklega um hóp sem kallast Proud Boys, sem er hópur sem hefur verið skilgreindur sem haturssamtök og hópur hvítara þjóðernissinna. Þess í stað sagði forsetinn: „Haldið ykkur til hlés og bíðið. Ég skal samt segja ykkur það, ég segi ykkur það, einhver þarf að gera eitthvað varðandi Antifa og vinstrið því þetta er ekki hægri vandamál.“ Hann sagði allt ofbeldi sem hafi átt sér stað í Bandaríkjunum í sumar hafa komið frá vinstri sinnuðum hópum. Sem er fjarri sannleikanum. Í kjölfar kappræðnanna sagði ráðgjafi Trump að hann hafi „augljóslega“ viljað að þeir hætti að fremja ofbeldi. Meðlimir Proud Boys hafa þó þegar lýst yfir fögnuði vegna ummæla forsetans. Í umfjöllun New York Times segir að í skilaboðum á milli meðlima hafi þeir lýst ummælunum sem sögulegum og talaði um að nýliðum hafi þegar fjölgað. Trump gagnrýndi Biden fyrir meintan stuðning hans við and-fasistahreyfinguna Antifa. Biden sagði Antifa vera hugmynd en ekki samtök. AP fréttaveitan vísar til ummæla Christopher Wray, yfirmanns Alríkislögreglu Bandaríkjanna, frá því í síðustu viku, þegar hann fór svipuðum orðum um Antifa. Wray sagði einnig að hvítum þjóðernissinnum og öðrum hægri sinnuðum hópum sem vinni gegn yfirvöldum væri um að kenna fyrir flestar mannskæðar árásir öfgahópa í Bandaríkjunum. Á einum tímapunkti, þegar verið var að tala um það að ríkisstjórn Turmp hefði bundið enda á samskiptaþjálfun varðandi kynþætti meðal alríkisstarfsmanna, kallaði Biden Trump rasista. Hann sakaði forsetann um að dreifa hatri og ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum. Hér að neðan má sjá samantektir Politico og Washington Post yfir deilurnar sem einkenndu kappræðurnar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Fyrstu kappræður Trumps og Bidens Í nótt fara fram fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. 29. september 2020 23:31 Ólíklegt að kappræðurnar í nótt skipti verulegu máli Mikill meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum segist ætla að horfa en sérfræðingar og greinendur eru sammála um að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega. 29. september 2020 21:01 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Sjá meira
Fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í Cleveland í nótt. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum og deilum. Þar deildu þeir um efnahag Bandaríkjanna, heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar, hæstarétt Bandaríkjanna og deilur og átök í Bandaríkjunum, svo eitthvað sé nefnt. Þetta voru fyrstu kappræðurnar af þremur. Þeim var stýrt af Chris Wallace, frá Fox News. Frá fyrstu mínútu einkenndust kappræðurnar af óreiðu, framígripum og deilum. Trump greip ítrekað fram í fyrir Biden og Wallace og móðgaði Biden sömuleiðis ítrekað og varpaði fram fjölmörgum ósannindum. Wallace bað Trump einu sinni um að hætta að grípa fram í fyrir þeim. „Hann líka,“ sagði hinn 74 ára gamli forseti Bandaríkjanna. Wallace benti Trump þá á að hann hefði gripið mun meira fram í en Biden. Þegar verið var að ræða hæstarétt Bandaríkjanna, tiltölulega snemma í kappræðunum, sagði Biden mótframbjóðanda sínum að þegja. Þá var Trump að grípa fram í fyrir Biden. Báðir menn töluðu ófallega um hvor annan. Biden kallaði Trump meðal annars rasista og versta forseta í sögu Bandaríkjanna. Trump gerði lítið úr gáfum Biden og gagnrýndi fjölskyldumeðlimi hans. Biden staðhæfði að ef Trump yrði endurkjörinn yrðu Bandaríkin „aumari, veikari, fátækari, sundraðri og ofbeldisfyllri“. Trump staðhæfði að ef Biden yrði kjörinn forseti myndu Bandaríkin ganga í gegnum stærstu kreppu sem þjóðin hefði upplifað. Fordæmdi ekki þjóðernissinna Þegar Trump var spurður hvort hann væri tilbúinn að fordæma þjóðernissinna og aðra hægri sinnaða öfgahópa, gerði hann það ekki. Umræðan snerist sérstaklega um hóp sem kallast Proud Boys, sem er hópur sem hefur verið skilgreindur sem haturssamtök og hópur hvítara þjóðernissinna. Þess í stað sagði forsetinn: „Haldið ykkur til hlés og bíðið. Ég skal samt segja ykkur það, ég segi ykkur það, einhver þarf að gera eitthvað varðandi Antifa og vinstrið því þetta er ekki hægri vandamál.“ Hann sagði allt ofbeldi sem hafi átt sér stað í Bandaríkjunum í sumar hafa komið frá vinstri sinnuðum hópum. Sem er fjarri sannleikanum. Í kjölfar kappræðnanna sagði ráðgjafi Trump að hann hafi „augljóslega“ viljað að þeir hætti að fremja ofbeldi. Meðlimir Proud Boys hafa þó þegar lýst yfir fögnuði vegna ummæla forsetans. Í umfjöllun New York Times segir að í skilaboðum á milli meðlima hafi þeir lýst ummælunum sem sögulegum og talaði um að nýliðum hafi þegar fjölgað. Trump gagnrýndi Biden fyrir meintan stuðning hans við and-fasistahreyfinguna Antifa. Biden sagði Antifa vera hugmynd en ekki samtök. AP fréttaveitan vísar til ummæla Christopher Wray, yfirmanns Alríkislögreglu Bandaríkjanna, frá því í síðustu viku, þegar hann fór svipuðum orðum um Antifa. Wray sagði einnig að hvítum þjóðernissinnum og öðrum hægri sinnuðum hópum sem vinni gegn yfirvöldum væri um að kenna fyrir flestar mannskæðar árásir öfgahópa í Bandaríkjunum. Á einum tímapunkti, þegar verið var að tala um það að ríkisstjórn Turmp hefði bundið enda á samskiptaþjálfun varðandi kynþætti meðal alríkisstarfsmanna, kallaði Biden Trump rasista. Hann sakaði forsetann um að dreifa hatri og ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum. Hér að neðan má sjá samantektir Politico og Washington Post yfir deilurnar sem einkenndu kappræðurnar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Fyrstu kappræður Trumps og Bidens Í nótt fara fram fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. 29. september 2020 23:31 Ólíklegt að kappræðurnar í nótt skipti verulegu máli Mikill meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum segist ætla að horfa en sérfræðingar og greinendur eru sammála um að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega. 29. september 2020 21:01 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Sjá meira
Fyrstu kappræður Trumps og Bidens Í nótt fara fram fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. 29. september 2020 23:31
Ólíklegt að kappræðurnar í nótt skipti verulegu máli Mikill meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum segist ætla að horfa en sérfræðingar og greinendur eru sammála um að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega. 29. september 2020 21:01