Segir ákvörðunina fyrirsjáanlega en rökrétta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. september 2020 19:18 Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands. Vísir/Baldur „Þetta var frekar fyrirsjáanleg ákvörðun, fannst mér,“ sagði Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, þegar fréttamaður spurðist fyrir um viðbrögð hennar við ákvörðun stjórnar Samtaka atvinnulífsins um að áfram yrði staðið við lífskjarasamninginn. Atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna SA um uppsögn kjarasamninga fór því ekki fram í dag. „Það kom mér reyndar á óvart að þau hafi slegið af atkvæðagreiðsluna en ég taldi það frekar víst að atvinnurekendur sæju hag sinn í því að láta samningana standa, og þar með frið á vinnumarkaði,“ sagði Drífa í samtali við fréttastofu í kvöld. Hún bætti við að aðila á vinnumarkaði biðu stærri vandamál en þau sem leyst verði með kjarasamningum. Vandamálin væru í raun óháð kjarasamningum. Aðspurð hvort hún væri ánægð með ákvörðun SA sagðist Drífa telja hana rökrétta. Í tilkynningu sem SA gaf út fyrr í dag, hvar greint var frá ákvörðuninni um að blása atkvæðagreiðsluna af, sagði meðal annars að sættir á vinnumarkaði verði ekki „keyptar á hvaða verði sem er,“ þó mikilvægar séu. Verkalýðsforystan hafi ekki verið tilbúin til viðræðna um aðgerðir til að bregðast við forsendubresti sem SA telur hafa orðið í atvinnulífinu vegna faraldurs kórónuveiru og því hafi SA leitað til stjórnvalda, sem í dag tilkynntu um tímabundna lækkun tryggingagjalds. „SA vildi náttúrulega fara inn í þessar viðræður á þeim forsendum að skerða réttindi eða lækka laun. Það voru bara forsendur sem við tókum ekki gildar,“ segir Drífa um þessar fullyrðingar sem fram komu í tilkynningu SA. Efnahagsmál Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Telja aðgerðapakkann eingöngu styðja við „atvinnurekendur og efnafólk“ Efling – stéttarfélag lýsir vonbrigðum með aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti fyrir hádegi í dag. 29. september 2020 13:38 Vonar að lækkun tryggingagjalds komi ekki niður á fæðingarorlofi Drífa Snædal forseti ASÍ segir að margar af aðgerðum stjórnvalda til að stilla til friðar á vinnumarkaði hafi verið fyrirséðar. 29. september 2020 12:20 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
„Þetta var frekar fyrirsjáanleg ákvörðun, fannst mér,“ sagði Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, þegar fréttamaður spurðist fyrir um viðbrögð hennar við ákvörðun stjórnar Samtaka atvinnulífsins um að áfram yrði staðið við lífskjarasamninginn. Atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna SA um uppsögn kjarasamninga fór því ekki fram í dag. „Það kom mér reyndar á óvart að þau hafi slegið af atkvæðagreiðsluna en ég taldi það frekar víst að atvinnurekendur sæju hag sinn í því að láta samningana standa, og þar með frið á vinnumarkaði,“ sagði Drífa í samtali við fréttastofu í kvöld. Hún bætti við að aðila á vinnumarkaði biðu stærri vandamál en þau sem leyst verði með kjarasamningum. Vandamálin væru í raun óháð kjarasamningum. Aðspurð hvort hún væri ánægð með ákvörðun SA sagðist Drífa telja hana rökrétta. Í tilkynningu sem SA gaf út fyrr í dag, hvar greint var frá ákvörðuninni um að blása atkvæðagreiðsluna af, sagði meðal annars að sættir á vinnumarkaði verði ekki „keyptar á hvaða verði sem er,“ þó mikilvægar séu. Verkalýðsforystan hafi ekki verið tilbúin til viðræðna um aðgerðir til að bregðast við forsendubresti sem SA telur hafa orðið í atvinnulífinu vegna faraldurs kórónuveiru og því hafi SA leitað til stjórnvalda, sem í dag tilkynntu um tímabundna lækkun tryggingagjalds. „SA vildi náttúrulega fara inn í þessar viðræður á þeim forsendum að skerða réttindi eða lækka laun. Það voru bara forsendur sem við tókum ekki gildar,“ segir Drífa um þessar fullyrðingar sem fram komu í tilkynningu SA.
Efnahagsmál Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Telja aðgerðapakkann eingöngu styðja við „atvinnurekendur og efnafólk“ Efling – stéttarfélag lýsir vonbrigðum með aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti fyrir hádegi í dag. 29. september 2020 13:38 Vonar að lækkun tryggingagjalds komi ekki niður á fæðingarorlofi Drífa Snædal forseti ASÍ segir að margar af aðgerðum stjórnvalda til að stilla til friðar á vinnumarkaði hafi verið fyrirséðar. 29. september 2020 12:20 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Telja aðgerðapakkann eingöngu styðja við „atvinnurekendur og efnafólk“ Efling – stéttarfélag lýsir vonbrigðum með aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti fyrir hádegi í dag. 29. september 2020 13:38
Vonar að lækkun tryggingagjalds komi ekki niður á fæðingarorlofi Drífa Snædal forseti ASÍ segir að margar af aðgerðum stjórnvalda til að stilla til friðar á vinnumarkaði hafi verið fyrirséðar. 29. september 2020 12:20