Hætta við atkvæðagreiðslu og standa við lífskjarasamninginn Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. september 2020 14:50 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins hefur ákveðið að standa áfram við lífskjarasamninginn sem undirritaður var í vor. Atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna SA um uppsögn kjarasamninga fer því ekki fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SA sem send var út nú á þriðja tímanum. Framkvæmdastjórn SA hefur fundað stíft síðan ríkisstjórnin kynnti aðgerðapakka sinn, sem koma á til móts við atvinnulífið og stilla til friðar á vinnumarkaði, í morgun. Boðað hafði verið til atkvæðagreiðslu meðal aðildarfyrirtækja SA um uppsögn á lífskjarasamningnum, sem til stóð að hæfist um miðjan dag í dag og lyki á morgun. Í tilkynningu frá SA nú á þriðja tímanum segir að framkvæmdastjórnin hafi á fundum sínum í dag tekið afstöðu til tveggja kosta. Annars vegar að halda atkvæðagreiðslunni til streitu og hins vegar áframhald lífskjarasamningsins að teknu tilliti til aðgerða stjórnvalda, einkum lækkun tryggingagjalds, skattalegra ívilnana og beinna styrkja til fyrirtækja. Það hafi að endingu verið samhljóma ákvörðun framkvæmdastjórnar SA að lífskjarasamningurinn gildi áfram. Atkvæðagreiðslan um uppsögn kjarasamninga mun því ekki fara fram. Verkalýðsforystan hafi ekki verið tilbúin til viðræðna SA taka sérstaklega fram í tilkynningu sinni að aðgerðir stjórnvalda nú komi til með að milda áhrif launahækkana sem taka gildi um áramótin. Heildarkostnaður vegna þeirra verði 40-45 milljarðar króna á ársgrundvelli. Eftir sem áður muni launahækkanir veikja stöðu atvinnulífsins. Þá telji SA sættir á vinnumarkaði mikilvægar og vilji stuðla að þeim. Þær verði þó ekki „keyptar á hvaða verði sem er.“ Verkalýðsforystan hafi ekki verið tilbúin til viðræðna um aðgerðir til að bregðast við forsendubresti sem SA telur hafa orðið í atvinnulífinu vegna faraldurs kórónuveiru. Verkalýðshreyfingin hafi hafnað hugmyndum SA til að milda höggið og sú staða hafi þvingað SA til að leita samstarfs við stjórnvöld um mótun viðbragða við stöðunni. Forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur tekið heldur fálega í aðgerðir stjórnvalda það sem af er degi. Efling lýsti yfir vonbrigðum með aðgerðapakkann og sagði hann aðeins styðja atvinnurekendur og efnafólk. Þá sagði Drífa Snædal forseti ASÍ að í pakkanum mætti finna ýmislegt gott, til að mynda framlengingu á verkefninu Allir vinna, en margt mætti útfæra betur. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Telja aðgerðapakkann eingöngu styðja við „atvinnurekendur og efnafólk“ Efling – stéttarfélag lýsir vonbrigðum með aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti fyrir hádegi í dag. 29. september 2020 13:38 Vonar að lækkun tryggingagjalds komi ekki niður á fæðingarorlofi Drífa Snædal forseti ASÍ segir að margar af aðgerðum stjórnvalda til að stilla til friðar á vinnumarkaði hafi verið fyrirséðar. 29. september 2020 12:20 Framkvæmdastjórn SA gaumgæfir aðgerðapakkann á fundi Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins situr nú fund þar sem hún fer yfir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. 29. september 2020 11:49 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins hefur ákveðið að standa áfram við lífskjarasamninginn sem undirritaður var í vor. Atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna SA um uppsögn kjarasamninga fer því ekki fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SA sem send var út nú á þriðja tímanum. Framkvæmdastjórn SA hefur fundað stíft síðan ríkisstjórnin kynnti aðgerðapakka sinn, sem koma á til móts við atvinnulífið og stilla til friðar á vinnumarkaði, í morgun. Boðað hafði verið til atkvæðagreiðslu meðal aðildarfyrirtækja SA um uppsögn á lífskjarasamningnum, sem til stóð að hæfist um miðjan dag í dag og lyki á morgun. Í tilkynningu frá SA nú á þriðja tímanum segir að framkvæmdastjórnin hafi á fundum sínum í dag tekið afstöðu til tveggja kosta. Annars vegar að halda atkvæðagreiðslunni til streitu og hins vegar áframhald lífskjarasamningsins að teknu tilliti til aðgerða stjórnvalda, einkum lækkun tryggingagjalds, skattalegra ívilnana og beinna styrkja til fyrirtækja. Það hafi að endingu verið samhljóma ákvörðun framkvæmdastjórnar SA að lífskjarasamningurinn gildi áfram. Atkvæðagreiðslan um uppsögn kjarasamninga mun því ekki fara fram. Verkalýðsforystan hafi ekki verið tilbúin til viðræðna SA taka sérstaklega fram í tilkynningu sinni að aðgerðir stjórnvalda nú komi til með að milda áhrif launahækkana sem taka gildi um áramótin. Heildarkostnaður vegna þeirra verði 40-45 milljarðar króna á ársgrundvelli. Eftir sem áður muni launahækkanir veikja stöðu atvinnulífsins. Þá telji SA sættir á vinnumarkaði mikilvægar og vilji stuðla að þeim. Þær verði þó ekki „keyptar á hvaða verði sem er.“ Verkalýðsforystan hafi ekki verið tilbúin til viðræðna um aðgerðir til að bregðast við forsendubresti sem SA telur hafa orðið í atvinnulífinu vegna faraldurs kórónuveiru. Verkalýðshreyfingin hafi hafnað hugmyndum SA til að milda höggið og sú staða hafi þvingað SA til að leita samstarfs við stjórnvöld um mótun viðbragða við stöðunni. Forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur tekið heldur fálega í aðgerðir stjórnvalda það sem af er degi. Efling lýsti yfir vonbrigðum með aðgerðapakkann og sagði hann aðeins styðja atvinnurekendur og efnafólk. Þá sagði Drífa Snædal forseti ASÍ að í pakkanum mætti finna ýmislegt gott, til að mynda framlengingu á verkefninu Allir vinna, en margt mætti útfæra betur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Telja aðgerðapakkann eingöngu styðja við „atvinnurekendur og efnafólk“ Efling – stéttarfélag lýsir vonbrigðum með aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti fyrir hádegi í dag. 29. september 2020 13:38 Vonar að lækkun tryggingagjalds komi ekki niður á fæðingarorlofi Drífa Snædal forseti ASÍ segir að margar af aðgerðum stjórnvalda til að stilla til friðar á vinnumarkaði hafi verið fyrirséðar. 29. september 2020 12:20 Framkvæmdastjórn SA gaumgæfir aðgerðapakkann á fundi Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins situr nú fund þar sem hún fer yfir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. 29. september 2020 11:49 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Telja aðgerðapakkann eingöngu styðja við „atvinnurekendur og efnafólk“ Efling – stéttarfélag lýsir vonbrigðum með aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti fyrir hádegi í dag. 29. september 2020 13:38
Vonar að lækkun tryggingagjalds komi ekki niður á fæðingarorlofi Drífa Snædal forseti ASÍ segir að margar af aðgerðum stjórnvalda til að stilla til friðar á vinnumarkaði hafi verið fyrirséðar. 29. september 2020 12:20
Framkvæmdastjórn SA gaumgæfir aðgerðapakkann á fundi Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins situr nú fund þar sem hún fer yfir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. 29. september 2020 11:49