Hætta við atkvæðagreiðslu og standa við lífskjarasamninginn Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. september 2020 14:50 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins hefur ákveðið að standa áfram við lífskjarasamninginn sem undirritaður var í vor. Atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna SA um uppsögn kjarasamninga fer því ekki fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SA sem send var út nú á þriðja tímanum. Framkvæmdastjórn SA hefur fundað stíft síðan ríkisstjórnin kynnti aðgerðapakka sinn, sem koma á til móts við atvinnulífið og stilla til friðar á vinnumarkaði, í morgun. Boðað hafði verið til atkvæðagreiðslu meðal aðildarfyrirtækja SA um uppsögn á lífskjarasamningnum, sem til stóð að hæfist um miðjan dag í dag og lyki á morgun. Í tilkynningu frá SA nú á þriðja tímanum segir að framkvæmdastjórnin hafi á fundum sínum í dag tekið afstöðu til tveggja kosta. Annars vegar að halda atkvæðagreiðslunni til streitu og hins vegar áframhald lífskjarasamningsins að teknu tilliti til aðgerða stjórnvalda, einkum lækkun tryggingagjalds, skattalegra ívilnana og beinna styrkja til fyrirtækja. Það hafi að endingu verið samhljóma ákvörðun framkvæmdastjórnar SA að lífskjarasamningurinn gildi áfram. Atkvæðagreiðslan um uppsögn kjarasamninga mun því ekki fara fram. Verkalýðsforystan hafi ekki verið tilbúin til viðræðna SA taka sérstaklega fram í tilkynningu sinni að aðgerðir stjórnvalda nú komi til með að milda áhrif launahækkana sem taka gildi um áramótin. Heildarkostnaður vegna þeirra verði 40-45 milljarðar króna á ársgrundvelli. Eftir sem áður muni launahækkanir veikja stöðu atvinnulífsins. Þá telji SA sættir á vinnumarkaði mikilvægar og vilji stuðla að þeim. Þær verði þó ekki „keyptar á hvaða verði sem er.“ Verkalýðsforystan hafi ekki verið tilbúin til viðræðna um aðgerðir til að bregðast við forsendubresti sem SA telur hafa orðið í atvinnulífinu vegna faraldurs kórónuveiru. Verkalýðshreyfingin hafi hafnað hugmyndum SA til að milda höggið og sú staða hafi þvingað SA til að leita samstarfs við stjórnvöld um mótun viðbragða við stöðunni. Forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur tekið heldur fálega í aðgerðir stjórnvalda það sem af er degi. Efling lýsti yfir vonbrigðum með aðgerðapakkann og sagði hann aðeins styðja atvinnurekendur og efnafólk. Þá sagði Drífa Snædal forseti ASÍ að í pakkanum mætti finna ýmislegt gott, til að mynda framlengingu á verkefninu Allir vinna, en margt mætti útfæra betur. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Telja aðgerðapakkann eingöngu styðja við „atvinnurekendur og efnafólk“ Efling – stéttarfélag lýsir vonbrigðum með aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti fyrir hádegi í dag. 29. september 2020 13:38 Vonar að lækkun tryggingagjalds komi ekki niður á fæðingarorlofi Drífa Snædal forseti ASÍ segir að margar af aðgerðum stjórnvalda til að stilla til friðar á vinnumarkaði hafi verið fyrirséðar. 29. september 2020 12:20 Framkvæmdastjórn SA gaumgæfir aðgerðapakkann á fundi Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins situr nú fund þar sem hún fer yfir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. 29. september 2020 11:49 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Sjá meira
Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins hefur ákveðið að standa áfram við lífskjarasamninginn sem undirritaður var í vor. Atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna SA um uppsögn kjarasamninga fer því ekki fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SA sem send var út nú á þriðja tímanum. Framkvæmdastjórn SA hefur fundað stíft síðan ríkisstjórnin kynnti aðgerðapakka sinn, sem koma á til móts við atvinnulífið og stilla til friðar á vinnumarkaði, í morgun. Boðað hafði verið til atkvæðagreiðslu meðal aðildarfyrirtækja SA um uppsögn á lífskjarasamningnum, sem til stóð að hæfist um miðjan dag í dag og lyki á morgun. Í tilkynningu frá SA nú á þriðja tímanum segir að framkvæmdastjórnin hafi á fundum sínum í dag tekið afstöðu til tveggja kosta. Annars vegar að halda atkvæðagreiðslunni til streitu og hins vegar áframhald lífskjarasamningsins að teknu tilliti til aðgerða stjórnvalda, einkum lækkun tryggingagjalds, skattalegra ívilnana og beinna styrkja til fyrirtækja. Það hafi að endingu verið samhljóma ákvörðun framkvæmdastjórnar SA að lífskjarasamningurinn gildi áfram. Atkvæðagreiðslan um uppsögn kjarasamninga mun því ekki fara fram. Verkalýðsforystan hafi ekki verið tilbúin til viðræðna SA taka sérstaklega fram í tilkynningu sinni að aðgerðir stjórnvalda nú komi til með að milda áhrif launahækkana sem taka gildi um áramótin. Heildarkostnaður vegna þeirra verði 40-45 milljarðar króna á ársgrundvelli. Eftir sem áður muni launahækkanir veikja stöðu atvinnulífsins. Þá telji SA sættir á vinnumarkaði mikilvægar og vilji stuðla að þeim. Þær verði þó ekki „keyptar á hvaða verði sem er.“ Verkalýðsforystan hafi ekki verið tilbúin til viðræðna um aðgerðir til að bregðast við forsendubresti sem SA telur hafa orðið í atvinnulífinu vegna faraldurs kórónuveiru. Verkalýðshreyfingin hafi hafnað hugmyndum SA til að milda höggið og sú staða hafi þvingað SA til að leita samstarfs við stjórnvöld um mótun viðbragða við stöðunni. Forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur tekið heldur fálega í aðgerðir stjórnvalda það sem af er degi. Efling lýsti yfir vonbrigðum með aðgerðapakkann og sagði hann aðeins styðja atvinnurekendur og efnafólk. Þá sagði Drífa Snædal forseti ASÍ að í pakkanum mætti finna ýmislegt gott, til að mynda framlengingu á verkefninu Allir vinna, en margt mætti útfæra betur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Telja aðgerðapakkann eingöngu styðja við „atvinnurekendur og efnafólk“ Efling – stéttarfélag lýsir vonbrigðum með aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti fyrir hádegi í dag. 29. september 2020 13:38 Vonar að lækkun tryggingagjalds komi ekki niður á fæðingarorlofi Drífa Snædal forseti ASÍ segir að margar af aðgerðum stjórnvalda til að stilla til friðar á vinnumarkaði hafi verið fyrirséðar. 29. september 2020 12:20 Framkvæmdastjórn SA gaumgæfir aðgerðapakkann á fundi Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins situr nú fund þar sem hún fer yfir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. 29. september 2020 11:49 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Sjá meira
Telja aðgerðapakkann eingöngu styðja við „atvinnurekendur og efnafólk“ Efling – stéttarfélag lýsir vonbrigðum með aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti fyrir hádegi í dag. 29. september 2020 13:38
Vonar að lækkun tryggingagjalds komi ekki niður á fæðingarorlofi Drífa Snædal forseti ASÍ segir að margar af aðgerðum stjórnvalda til að stilla til friðar á vinnumarkaði hafi verið fyrirséðar. 29. september 2020 12:20
Framkvæmdastjórn SA gaumgæfir aðgerðapakkann á fundi Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins situr nú fund þar sem hún fer yfir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. 29. september 2020 11:49