Erlent

Héraðsforsetinn settur af og Spánverjar sakaðir um mannréttindabrot

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Quim Torra sést hér prýddur gulum borða, einkennistákni sjálfstæðissinna.
Quim Torra sést hér prýddur gulum borða, einkennistákni sjálfstæðissinna. vísir/epa

Hæstiréttur svipti Quim Torra embætti forseta héraðsstjórnar Katalóníu vegna þess að hann hefði brotið gegn kosningalögum ríkisins. Málið snýst um að Torra neitaði að fjarlægja borða. þar sem kallað var eftir því að fangelsaðir leiðtogar katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar yrðu leystir úr haldi, af opinberu húsi í aðdraganda þingkosninganna 2019.

Torra sagði í gærkvöldi skjóta skökku við að dómarar, ekki héraðsbúar, væru nú að ákveða að hann fengi ekki lengur að vera forseti héraðsstjórnarinnar.

„Ég vil segja ykkur að það er ekki hægt að vinna bug á lýðræðinu með því að beita óréttlátum lögum í hefndarskyni gegn þeim sem standa vörð um mannréttindi,“ sagði Torra.

Enginn verðir skipaður í embætti héraðsforseta fyrr en eftir héraðsþingkosningar á næsta ári. Þangað til mun Pere Aragonés varaforseti fara með skyldur Torra. Ákvörðun hæstaréttar var harðlega mótmælt á götum Barcelona í nótt.

Bernat Solé, utanríkismálastjóri héraðsstjórnarinnar, segir miður að ágreiningsmál sem varða katalónsku sjálfstæðishreyfinguna sé enn á ný leyst fyrir dómstólum, en slíkt hið sama var gert þegar níu leiðtogar hreyfingarinnar voru dæmdir í fangelsi á síðasta ári.

„Þetta bann sýnir okkur að mannréttindabrot eiga sér stað á Spáni. Í þessu tilfelli brot á tjáningarfrelsinu. Þetta sýnir einnig fram á illvilja í garð sjálfstæðishreyfingarinnar,“ segir Solé.

Tengd skjölAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.