Ósammála Birni um að hættan á loftsmiti hafi ekki fengið nægilegt vægi Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. september 2020 14:54 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ekki sammála Birni Birni, prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla, að hættan á loftsmiti fái ekki nægilegt vægi í umræðu um smitvarnir hér á landi. Ítrekað hafi verið bent á af hálfu sóttvarnaryfirvalda að huga vel að loftræstingu og mælt með grímunotkun þegar loftgæðum er ábótavant. Björn Birnir sagði í samtali við Vísi í morgun að hann teldi langlíklegast að hópsýking kórónuveiru sem kom upp á barnum Irishman í Reykjavík nú í mánuðinum megi rekja til loftsmits. Niðurstöður rannsóknar sem Björn hefur unnið að benda til þess að sýking eigi sér stað þegar úði úr mönnum sem ber vírusinn valdi sýkingu þegar hann berst um loft innandyra. Þá sagði Björn að hann teldi loftsmit þurfa meira vægi í allri umræðu um smitvarnir á Íslandi. Þórólfur var inntur eftir því á upplýsingafundi almannavarna í dag hvort þyrfti ekki að benda frekar á hættuna á loftsmiti í ljósi þessa ummæla Björns. Þórólfur kvaðst þá ósammála Birni. „Við höfum verið að benda á það mjög ítrekað undanfarið. Við höfum verið að benda á loftræstingu í öllum lokuðum rýmum. Við erum búin að vera í sambandi við heilbrigðiseftirilitið út af þessum stöðum. Við erum búin að mæla með grímunotkun á stöðum þar sem loftræsting eða loftgæði eru ekki nógu góð. Þannig að ég get á engan hátt tekið undir það með honum að við höfum ekki gefið þessu máli vægi,“ sagði Þórólfur. Tímabundinni lokun skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu verður aflétt í dag, samkvæmt tillögum sóttvarnalæknis. Í tilmælum sínum tekur sóttvarnalæknir fram að tryggja skuli góð loftgæði og stilla hávaða í hóf því ef fólk þarf að tala hátt geti það leitt til aukinnar munnvatnsúða mengunar. Þá er mælt með því að fólk beri grímur við ákveðnar aðstæður, einkum þar sem loftgæði eru slæm. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Nálægðartakmörk hafi minna að segja ef loftgæðin eru lítil Nálægðartakmörk ein og sér virðast duga skammt þegar kemur að því að verjast kórónuveirunni innandyra ef loftgæði eru slæm. Þetta er niðurstaða rannsóknar íslensks prófessors á þremur hópsýkingum í Asíu. Samkvæmt rannsókninni getur léleg loftræsting aukið þéttleika lítilla dropa sem bera veiruna. 16. september 2020 08:57 „Allt of, allt of, allt of mörg dæmi um einstaklinga sem hafa verið veikir á ferðinni“ Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá almannavörnum, virtist mikið niðri fyrir þegar hann brýndi fyrir fólki, í hádegisfréttum Bylgjunnar, að halda sig heima fái það einkenni Covid -19. Í raun ætti það að líta á það sem svo að það sé í einangrun. 28. september 2020 12:49 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ekki sammála Birni Birni, prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla, að hættan á loftsmiti fái ekki nægilegt vægi í umræðu um smitvarnir hér á landi. Ítrekað hafi verið bent á af hálfu sóttvarnaryfirvalda að huga vel að loftræstingu og mælt með grímunotkun þegar loftgæðum er ábótavant. Björn Birnir sagði í samtali við Vísi í morgun að hann teldi langlíklegast að hópsýking kórónuveiru sem kom upp á barnum Irishman í Reykjavík nú í mánuðinum megi rekja til loftsmits. Niðurstöður rannsóknar sem Björn hefur unnið að benda til þess að sýking eigi sér stað þegar úði úr mönnum sem ber vírusinn valdi sýkingu þegar hann berst um loft innandyra. Þá sagði Björn að hann teldi loftsmit þurfa meira vægi í allri umræðu um smitvarnir á Íslandi. Þórólfur var inntur eftir því á upplýsingafundi almannavarna í dag hvort þyrfti ekki að benda frekar á hættuna á loftsmiti í ljósi þessa ummæla Björns. Þórólfur kvaðst þá ósammála Birni. „Við höfum verið að benda á það mjög ítrekað undanfarið. Við höfum verið að benda á loftræstingu í öllum lokuðum rýmum. Við erum búin að vera í sambandi við heilbrigðiseftirilitið út af þessum stöðum. Við erum búin að mæla með grímunotkun á stöðum þar sem loftræsting eða loftgæði eru ekki nógu góð. Þannig að ég get á engan hátt tekið undir það með honum að við höfum ekki gefið þessu máli vægi,“ sagði Þórólfur. Tímabundinni lokun skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu verður aflétt í dag, samkvæmt tillögum sóttvarnalæknis. Í tilmælum sínum tekur sóttvarnalæknir fram að tryggja skuli góð loftgæði og stilla hávaða í hóf því ef fólk þarf að tala hátt geti það leitt til aukinnar munnvatnsúða mengunar. Þá er mælt með því að fólk beri grímur við ákveðnar aðstæður, einkum þar sem loftgæði eru slæm.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Nálægðartakmörk hafi minna að segja ef loftgæðin eru lítil Nálægðartakmörk ein og sér virðast duga skammt þegar kemur að því að verjast kórónuveirunni innandyra ef loftgæði eru slæm. Þetta er niðurstaða rannsóknar íslensks prófessors á þremur hópsýkingum í Asíu. Samkvæmt rannsókninni getur léleg loftræsting aukið þéttleika lítilla dropa sem bera veiruna. 16. september 2020 08:57 „Allt of, allt of, allt of mörg dæmi um einstaklinga sem hafa verið veikir á ferðinni“ Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá almannavörnum, virtist mikið niðri fyrir þegar hann brýndi fyrir fólki, í hádegisfréttum Bylgjunnar, að halda sig heima fái það einkenni Covid -19. Í raun ætti það að líta á það sem svo að það sé í einangrun. 28. september 2020 12:49 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Nálægðartakmörk hafi minna að segja ef loftgæðin eru lítil Nálægðartakmörk ein og sér virðast duga skammt þegar kemur að því að verjast kórónuveirunni innandyra ef loftgæði eru slæm. Þetta er niðurstaða rannsóknar íslensks prófessors á þremur hópsýkingum í Asíu. Samkvæmt rannsókninni getur léleg loftræsting aukið þéttleika lítilla dropa sem bera veiruna. 16. september 2020 08:57
„Allt of, allt of, allt of mörg dæmi um einstaklinga sem hafa verið veikir á ferðinni“ Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá almannavörnum, virtist mikið niðri fyrir þegar hann brýndi fyrir fólki, í hádegisfréttum Bylgjunnar, að halda sig heima fái það einkenni Covid -19. Í raun ætti það að líta á það sem svo að það sé í einangrun. 28. september 2020 12:49