Innlent

Lætur af störfum sem bæjar­stjóri

Atli Ísleifsson skrifar
Karl Óttar Pétursson.
Karl Óttar Pétursson. Fjarðabyggð

Karl Óttar Pétursson hefur óskað eftir að láta af störfum sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar. 

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Fjarðabyggðar. Þar segir að samþykkt hafi verið að verða við ósk Karls Óttars og hafi hann þegar lokið störfum. 

„Sveitarfélagið þakkar Karli Óttari vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni. 

Bæjarráð Fjarðabyggðar fundar síðdegis í dag og mun senda frá sér yfirlýsingu að loknum fundi,“ segir í tilkynningunni.

Karl Óttar tók við embætti bæjarstjóra árið 2018.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×