Innlent

Helgi Hrafn og Smári gefa ekki kost á sér aftur

Samúel Karl Ólason skrifar
Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy.
Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy. Vísir/Vilhelm

Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, þingmenn Pírata, munu ekki gefa kost á sér í næstu alþingiskosningum. Þeir munu þó áfram starfa innan flokksins. 

Í yfirlýsingu frá þingflokki Pírata segir að þeir hafi komist að þessari niðurstöðu meðal annars vegna þess að hvorugum þeirra hugnist að sitja of lengi á þingi. Þar að auki vilji þeir sinna umbótamálum utan veggja Alþingis.

Þeir segjast þó ekki hafa ákveðið hvað taki við næst.

Aðalfundur Pírata fer fram um helgina og með því að segja tímanlega frá ákvörðun sinni vilja þeir Helgi Hrafn og Smári gefa fólki sem hefur áhuga á að bjóða Pírötum krafta sína umhugsunarfrest og undirbúningstíma.

Í yfirlýsingunni segir enn fremur að þingveturinn leggist vel í þá Helga Hrafn og Smára. Nóg sé fyrir stafni og það að þetta sé síðasti þingveturinn þeirra gefi þeim aukinn þrótt til að vinna áfram að málefnum Pírata.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×