Börsungar hófu tímabilið með markaveislu

Sindri Sverrisson skrifar
Messi og Ansu Fati voru öflugir í kvöld.
Messi og Ansu Fati voru öflugir í kvöld. vísir/Getty

Barcelona hóf leik í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld þegar Villarreal kom í heimsókn á Nývang.

Mikið gekk á í herbúðum Barcelona í sumar en það var ekki að sjá annað en að þeir mæti vel undirbúnir til leiks því Lionel Messi og félagar léku sér að gestum sínum í kvöld.

Staðan í leikhléi var 4-0 fyrir Barcelona eftir tvö mörk ungstirnisins Ansu Fati, eitt mark Lionel Messi og eitt sjálfsmark.

Börsungar slökuðu á klónni í síðari hálfleik þar sem ekkert mark var skorað. Lokatölur 4-0 fyrir Barcelona 

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.