Fótbolti

Um 20 þúsund manns sáu Bayern vinna Ofur­bikarinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Manuel Neuer stóð vaktina í kvöld. Í bakgrunn má sjá áhorfendur.
Manuel Neuer stóð vaktina í kvöld. Í bakgrunn má sjá áhorfendur. vísir/getty

Bayern München vann enn einn bikarinn í kvöld er liðið vann 2-1 sigur á Sevilla eftir framlengdan leik í Ungverjalandi.

Lucas Ocampos kom Sevilla yfir af vítapunktinum á þrettándu mínútu en Leon Goretzka jafnaði metin tíu mínútum fyrir leikhlé.

Robert Lewandowski fékk tækifæri til þess að koma Bayern yfir á 51. mínútu en hann klúðraði vítaspyrnu. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja.

Sigurmarkið skoraði Javier Martinez á 104. mínútu fyrir framan tæplega tuttugu þúsund manns.

Þetta er einn af fáum leikjum sem hafa hleypt áhorfendum á völlinn eftir kórónuveiruna í Evrópuboltanum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.