Öldungurinn segir þetta bara sýnishorn af réttum Kristján Már Unnarsson skrifar 24. september 2020 21:29 Rekið í almenninginn í Landréttum í dag. Stöð 2/Einar Árnason. Líf og fjör var í Landréttum norðan Heklu í dag eftir erfiðar leitir á hálendinu. Barnafjölskyldur fjölmenntu en aðgangstakmarkanir vegna covid giltu aðeins um fullorðna. Myndir úr réttunum mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Gangnamenn héldu á Landmannaafrétt á föstudag og smöluðu þaðan fjögur þúsund fjár, sem komið var með að réttum Land- og Holtamanna í Áfangagili í gærkvöldi. Þær eru einu hálendisréttir Íslands en frá þeim blasir Sultartangavirkjun við. Horft yfir Landréttir í dag. Stöð 2/Einar Árnason. Óvenju fáir fullorðnir fengu að mæta að þessu sinni. Fjallkóngurinn og réttarstjórinn Kristinn Guðnason segist vera orðinn svo leiður á covid að hann nenni varla að tala um það. „Ég var nú að fara í hliðverðina núna. Það eru komnir 146 fullorðnir. Svo við erum vel innan marka 200 manna reglunnar,“ segir Kristinn. Kristinn Guðnason, fjallkóngur og réttarstjóri Land- og Holtamanna.Stöð 2/Einar Árnason. Ekki vantaði þó börnin en þau eru ekki talin með. „Þetta eru miklar barnaréttir, eins og þú sérð. Það er mikið af ungu fólki, krökkum og fjölskyldufólki sem kemur hingað,“ segir fjallkóngurinn. Fjöldi ungra bænda er kannski merki um þróttmikla sauðfjárrækt í sveitinni. „Hún stendur ágætlega, já,“ segir Jóhanna Hlöðversdóttir, bóndi á Hellum. Jóhanna Hlöðversdóttir, Hellum, og Margrét Heiða Stefánsdóttir, Þjóðólfshaga.Stöð 2/Einar Árnason. „Þið sjáið það bara núna. Það er fullt af fólki hérna,“ segir Margrét Heiða Stefánsdóttir, Þjóðólfshaga. „Það er fullt af fólki á öllum aldri og fjöldi fjár,“ segir Jóhanna. Erlendur Ingvarsson í Skarði er fjármesti bóndinn, á um þúsund fjár, eða fjórðu hverja kind í réttunum. Hvernig sýnist honum féð koma af fjalli? „Bara nokkuð þokkalega. Kannski heldur lakara, eins og ég sé féð hérna hjá mér, miðað við í fyrra. En það var líka mjög gott ár í fyrra. Vont að marka féð. Það er svolítið þvælt eftir þessa tíð sem var á fjalli.“ Erlendur Ingvarsson, bóndi í Skarði.Stöð 2/Einar Árnason. -Þetta voru dálítið erfiðar leitir? „Já, þetta var svolítið þungt,“ svarar Erlendur í Skarði. Aldursforsetinn Sverrir í Selsundi ætlaði ekki að missa af réttunum. Hann er orðinn 93 ára gamall og fór fyrst í leitir 13 ára gamall fyrir 80 árum. Sverrir Haraldsson í Selsundi fór fyrst í fjárleitir 13 ára gamall fyrir 80 árum.Stöð 2/Einar Árnason. „Alltaf hefur verið jafngaman að vera til.“ -Og gaman að fara í réttirnar? „Ég tala nú ekki um það. Þó þetta sé ekki nema sýnishorn af réttum,“ segir Sverrir en hans fé fór í Reyðarvatnsréttir á Rangárvöllum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Rangárþing ytra Réttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hápunktur ársins að smala með íslenskum bændum Ráðskonurnar í fjárleitunum á Landmannaafrétti eru ákveðnar í því að reglum um sóttvarnir og aðskilnað smalamanna sé fylgt. Erlendir ferðamenn gengust undir sóttkví og tvöfalda skimun til að fá að taka þátt í leitunum, sem þeir segja hápunkt ársins. 23. september 2020 21:30 Smalakonur í hríðarbyl segja skítkalt en ógeðslega gaman Tugir karla og kvenna eru þessa dagana lengst inni á hálendi við fjárleitir í hríðarbyljum á Landmannaafrétti. Jöfn kynjahlutföll eru í hópi smalamanna þetta haustið en þetta er fertugasta árið sem Kristinn Guðnason í Skarði er fjallkóngur. 22. september 2020 21:56 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Líf og fjör var í Landréttum norðan Heklu í dag eftir erfiðar leitir á hálendinu. Barnafjölskyldur fjölmenntu en aðgangstakmarkanir vegna covid giltu aðeins um fullorðna. Myndir úr réttunum mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Gangnamenn héldu á Landmannaafrétt á föstudag og smöluðu þaðan fjögur þúsund fjár, sem komið var með að réttum Land- og Holtamanna í Áfangagili í gærkvöldi. Þær eru einu hálendisréttir Íslands en frá þeim blasir Sultartangavirkjun við. Horft yfir Landréttir í dag. Stöð 2/Einar Árnason. Óvenju fáir fullorðnir fengu að mæta að þessu sinni. Fjallkóngurinn og réttarstjórinn Kristinn Guðnason segist vera orðinn svo leiður á covid að hann nenni varla að tala um það. „Ég var nú að fara í hliðverðina núna. Það eru komnir 146 fullorðnir. Svo við erum vel innan marka 200 manna reglunnar,“ segir Kristinn. Kristinn Guðnason, fjallkóngur og réttarstjóri Land- og Holtamanna.Stöð 2/Einar Árnason. Ekki vantaði þó börnin en þau eru ekki talin með. „Þetta eru miklar barnaréttir, eins og þú sérð. Það er mikið af ungu fólki, krökkum og fjölskyldufólki sem kemur hingað,“ segir fjallkóngurinn. Fjöldi ungra bænda er kannski merki um þróttmikla sauðfjárrækt í sveitinni. „Hún stendur ágætlega, já,“ segir Jóhanna Hlöðversdóttir, bóndi á Hellum. Jóhanna Hlöðversdóttir, Hellum, og Margrét Heiða Stefánsdóttir, Þjóðólfshaga.Stöð 2/Einar Árnason. „Þið sjáið það bara núna. Það er fullt af fólki hérna,“ segir Margrét Heiða Stefánsdóttir, Þjóðólfshaga. „Það er fullt af fólki á öllum aldri og fjöldi fjár,“ segir Jóhanna. Erlendur Ingvarsson í Skarði er fjármesti bóndinn, á um þúsund fjár, eða fjórðu hverja kind í réttunum. Hvernig sýnist honum féð koma af fjalli? „Bara nokkuð þokkalega. Kannski heldur lakara, eins og ég sé féð hérna hjá mér, miðað við í fyrra. En það var líka mjög gott ár í fyrra. Vont að marka féð. Það er svolítið þvælt eftir þessa tíð sem var á fjalli.“ Erlendur Ingvarsson, bóndi í Skarði.Stöð 2/Einar Árnason. -Þetta voru dálítið erfiðar leitir? „Já, þetta var svolítið þungt,“ svarar Erlendur í Skarði. Aldursforsetinn Sverrir í Selsundi ætlaði ekki að missa af réttunum. Hann er orðinn 93 ára gamall og fór fyrst í leitir 13 ára gamall fyrir 80 árum. Sverrir Haraldsson í Selsundi fór fyrst í fjárleitir 13 ára gamall fyrir 80 árum.Stöð 2/Einar Árnason. „Alltaf hefur verið jafngaman að vera til.“ -Og gaman að fara í réttirnar? „Ég tala nú ekki um það. Þó þetta sé ekki nema sýnishorn af réttum,“ segir Sverrir en hans fé fór í Reyðarvatnsréttir á Rangárvöllum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Rangárþing ytra Réttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hápunktur ársins að smala með íslenskum bændum Ráðskonurnar í fjárleitunum á Landmannaafrétti eru ákveðnar í því að reglum um sóttvarnir og aðskilnað smalamanna sé fylgt. Erlendir ferðamenn gengust undir sóttkví og tvöfalda skimun til að fá að taka þátt í leitunum, sem þeir segja hápunkt ársins. 23. september 2020 21:30 Smalakonur í hríðarbyl segja skítkalt en ógeðslega gaman Tugir karla og kvenna eru þessa dagana lengst inni á hálendi við fjárleitir í hríðarbyljum á Landmannaafrétti. Jöfn kynjahlutföll eru í hópi smalamanna þetta haustið en þetta er fertugasta árið sem Kristinn Guðnason í Skarði er fjallkóngur. 22. september 2020 21:56 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Hápunktur ársins að smala með íslenskum bændum Ráðskonurnar í fjárleitunum á Landmannaafrétti eru ákveðnar í því að reglum um sóttvarnir og aðskilnað smalamanna sé fylgt. Erlendir ferðamenn gengust undir sóttkví og tvöfalda skimun til að fá að taka þátt í leitunum, sem þeir segja hápunkt ársins. 23. september 2020 21:30
Smalakonur í hríðarbyl segja skítkalt en ógeðslega gaman Tugir karla og kvenna eru þessa dagana lengst inni á hálendi við fjárleitir í hríðarbyljum á Landmannaafrétti. Jöfn kynjahlutföll eru í hópi smalamanna þetta haustið en þetta er fertugasta árið sem Kristinn Guðnason í Skarði er fjallkóngur. 22. september 2020 21:56
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent