Innlent

Íslendingur á gjörgæslu vegna Covid á Kanaríeyjum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá Las Palmas á Kanaríeyjum.
Frá Las Palmas á Kanaríeyjum. Vísir/getty

Íslendingur liggur á gjörgæslu á sjúkrahúsi á Kanaríeyjum vegna Covid-19. Þetta staðfestir Anna Sigrún Baldursdóttir aðstoðarmaður forstjóra Landspítala í svari við fyrirspurn fréttastofu.

Hún segir að spítalinn geti ekki gefið frekari upplýsingar um líðan Íslendingsins. Alla jafna gefi gjörgæsluinnlögn þó til kynna alvarleg veikindi. Landspítalanum er ekki kunnugt um að Íslendingar liggi á sjúkrahúsi vegna Covid í öðrum löndum.

Leitað hefur verið til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins vegna máls eins Íslendings sem þurft hefur á sjúkrahúsinnlögn að halda vegna Covid-19 á Kanaríeyjum. Ekki er þó vitað hvenær leitað var til borgaraþjónustunnar vegna veikinda viðkomandi.

Héraðsmiðillinn Trölli.is greindi fyrst frá því í dag að tveir Íslendingar lægju þungt haldnir af Covid-19 á sjúkrahúsi á Kanaríeyjum. Trölli vísar í færslu á Facebook-síðunni Heilsan á Kanarí, þar sem greint er frá veikindum Íslendinga. Líkt og áður segir er Landspítala og borgaraþjónustu þó aðeins kunnugt um eitt tilfelli.

Alma Möller landlæknir vísaði á Landspítala þegar hún var spurð út í málið á upplýsingafundi almannavarna í dag.

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×