220 nemendur geta ekki tekið samræmdu prófin vegna veirunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. september 2020 11:05 Frá Melaskóla. Nokkrir nemendur í 7. bekk skólans hafa þurft að fara í sóttkví á síðustu dögum. Vísir/Vilhelm 220 nemendur 7. bekkja í fimm skólum geta ekki þreytt samræmd könnunarpróf vegna kórónuveirunnar. Nemendunum er boðið að taka prófin á varaprófdögum dagana 12. og 13. október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Menntamálastofnun. Samræmdu prófin í 7. bekk hófust í dag. Um 4.300 nemendur í 155 skólum þreyta próf í íslensku í dag. Könnunarpróf í stærðfræði fer fram á morgun. Samræmd próf verða svo lögð fyrir 4. bekk í næstu viku. Framkvæmd prófanna hefur gengið vel, að því er segir í tilkynningu Menntamálastofnunar. Hluti nemenda í 7. bekk hafi þó ekki átt kost á að þreyta prófin í dag vegna kórónuveirunnar, eða 220 nemendur í fimm skólum. Ætla má að flestir umræddra nemenda séu í sóttkví en talsvert hefur borið á því að starfsfólk og nemendur í grunnskólum hafi greinst með veiruna undanfarna daga. Nemendum sem ekki geta þreytt prófin nú er boðið að taka þau á varaprófdögum 12. og 13. október. Ef skólar geta ekki haldið próf á varaprófdögum verða nýir prófdagar ákveðnir. „Það er skiljanlegt að foreldrar og nemendur hafi áhyggjur af stöðunni en Menntamálastofnun hefur lagt mikið upp úr því að eiga gott samtal við alla aðila skólasamfélagsins og unnið að lausnum í samráði við þá. Þá hefur stofnunin verið í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið til að undirbúa fyrirlögnina sem best,“ segir í tilkynningu Menntamálastofnunar. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Meirihluti kennara með veiruna og allur skólinn í sóttkví Allir starfsmenn og nemendur skólans eru í sóttkví út vikuna hið minnsta vegna smitanna. 23. september 2020 15:56 Grípa til aðgerða vegna fjölda smita í Stykkishólmi Sjö eru nú í einangrun með kórónuveiruna í Stykkishólmi en á Vesturlandi öllu eru ellefu með veiruna. Alls voru 18 í sóttkví í Stykkishólmi í gær en búist er við töluverðri fjölgun fólks í sóttkví eftir því sem störfum smitrakningarteymis vindur fram í dag. Umfangsmeiri skimun er í nú í undirbúningi í Stykkishólmi. 23. september 2020 12:23 Alls 320 grunnskólanemar í sóttkví á höfuðborgarsvæðinu Skóla- og frístundasvið hefur ekki farið varhluta af kórónuveirufaraldrinum sem geisar en í skriflegu svari frá Helga Grímssyni, formanni skóla- og frístundasviðs kemur fram að 320 nemendur og 43 starfsmenn í alls fimm grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið í sóttkví í gær vegna kórónuveirusmits sem kom upp í skólunum. 23. september 2020 11:01 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
220 nemendur 7. bekkja í fimm skólum geta ekki þreytt samræmd könnunarpróf vegna kórónuveirunnar. Nemendunum er boðið að taka prófin á varaprófdögum dagana 12. og 13. október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Menntamálastofnun. Samræmdu prófin í 7. bekk hófust í dag. Um 4.300 nemendur í 155 skólum þreyta próf í íslensku í dag. Könnunarpróf í stærðfræði fer fram á morgun. Samræmd próf verða svo lögð fyrir 4. bekk í næstu viku. Framkvæmd prófanna hefur gengið vel, að því er segir í tilkynningu Menntamálastofnunar. Hluti nemenda í 7. bekk hafi þó ekki átt kost á að þreyta prófin í dag vegna kórónuveirunnar, eða 220 nemendur í fimm skólum. Ætla má að flestir umræddra nemenda séu í sóttkví en talsvert hefur borið á því að starfsfólk og nemendur í grunnskólum hafi greinst með veiruna undanfarna daga. Nemendum sem ekki geta þreytt prófin nú er boðið að taka þau á varaprófdögum 12. og 13. október. Ef skólar geta ekki haldið próf á varaprófdögum verða nýir prófdagar ákveðnir. „Það er skiljanlegt að foreldrar og nemendur hafi áhyggjur af stöðunni en Menntamálastofnun hefur lagt mikið upp úr því að eiga gott samtal við alla aðila skólasamfélagsins og unnið að lausnum í samráði við þá. Þá hefur stofnunin verið í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið til að undirbúa fyrirlögnina sem best,“ segir í tilkynningu Menntamálastofnunar.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Meirihluti kennara með veiruna og allur skólinn í sóttkví Allir starfsmenn og nemendur skólans eru í sóttkví út vikuna hið minnsta vegna smitanna. 23. september 2020 15:56 Grípa til aðgerða vegna fjölda smita í Stykkishólmi Sjö eru nú í einangrun með kórónuveiruna í Stykkishólmi en á Vesturlandi öllu eru ellefu með veiruna. Alls voru 18 í sóttkví í Stykkishólmi í gær en búist er við töluverðri fjölgun fólks í sóttkví eftir því sem störfum smitrakningarteymis vindur fram í dag. Umfangsmeiri skimun er í nú í undirbúningi í Stykkishólmi. 23. september 2020 12:23 Alls 320 grunnskólanemar í sóttkví á höfuðborgarsvæðinu Skóla- og frístundasvið hefur ekki farið varhluta af kórónuveirufaraldrinum sem geisar en í skriflegu svari frá Helga Grímssyni, formanni skóla- og frístundasviðs kemur fram að 320 nemendur og 43 starfsmenn í alls fimm grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið í sóttkví í gær vegna kórónuveirusmits sem kom upp í skólunum. 23. september 2020 11:01 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Meirihluti kennara með veiruna og allur skólinn í sóttkví Allir starfsmenn og nemendur skólans eru í sóttkví út vikuna hið minnsta vegna smitanna. 23. september 2020 15:56
Grípa til aðgerða vegna fjölda smita í Stykkishólmi Sjö eru nú í einangrun með kórónuveiruna í Stykkishólmi en á Vesturlandi öllu eru ellefu með veiruna. Alls voru 18 í sóttkví í Stykkishólmi í gær en búist er við töluverðri fjölgun fólks í sóttkví eftir því sem störfum smitrakningarteymis vindur fram í dag. Umfangsmeiri skimun er í nú í undirbúningi í Stykkishólmi. 23. september 2020 12:23
Alls 320 grunnskólanemar í sóttkví á höfuðborgarsvæðinu Skóla- og frístundasvið hefur ekki farið varhluta af kórónuveirufaraldrinum sem geisar en í skriflegu svari frá Helga Grímssyni, formanni skóla- og frístundasviðs kemur fram að 320 nemendur og 43 starfsmenn í alls fimm grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið í sóttkví í gær vegna kórónuveirusmits sem kom upp í skólunum. 23. september 2020 11:01