Innlent

Réðst á starfsmann verslunar við Laugaveg

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það er ekki mikill fjöldi mála bókaður í dagbók lögreglu þennan morguninn.
Það er ekki mikill fjöldi mála bókaður í dagbók lögreglu þennan morguninn. Vísir/Vilhelm

Upp úr klukkan tvö í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um líkamsárás og þjófnað frá verslun við Laugaveg.

Að því er segir í dagbók lögreglu réðst ungur maður í annarlegu ástandi á starfsmann verslunarinnar þegar starfsmaðurinn var að vísa honum út. Mun maðurinn hafa stolið vörum úr búðinni. Hann var handtekinn skömmu síðar og vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins.

Laust fyrir klukkan sjö í gærkvöldi var tilkynnt um umferðaróhapp í austurborginni. Bíl var ekið á annan bíl en sá sem keyrði á ók af vettvangi.

Bíllinn sem keyrt var á var fjarlægður af vettvangi og hafði ökumaður þess bíls náð upptöku af ökumanninum sem keyrði á hann og bifreið hans. Málið er í rannsókn hjá lögreglu.

Þá voru tveir ökumenn teknir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna, annar í gærkvöldi og hinn í nótt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×