Lúkasjenkó lét sverja sig í embætti Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2020 10:29 Lúkasjenkó hefur verið við völd í Hvíta-Rússlandi frá 1994 og hefur verið nefndur „síðasti einræðisherra Evrópu“. AP/Maxim Guchek Óvænt innsetningarathöfn var haldin í Hvíta-Rússlandi þar sem Alexander Lúkasjenkó sór embættiseið til sjötta kjörtímabils síns í dag. Engin tilkynning var send út um athöfnina en enn er deilt hart um úrslit kosninganna sem fóru fram í síðasta mánuði. Nokkur hundruð manns, þar á meðal embættismenn, þingmenn og fjölmiðlamenn, voru viðstödd athöfnina í höfuðborginni Minsk þegar Lúkasjenkó sór eið að stjórnarskránni, að sögn Belta-fréttastofunnar. „Dagurinn sem tekið er við embætti forseta er sigurdagur okkar, sannfærandi og afdrifaríkur. Við kusum ekki bara forseta landsins, við vorum að verja gildi okkar, friðsælt líf okkar, fullveldi og sjálfstæði,“ sagði Lúkasjenkó við athöfnina. Stjórnarandstaðan í Hvíta-Rússlandi sakar Lúkasjenkó um stórfelld kosningasvik í kosningunum sem fóru fram 9. ágúst. Samkvæmt opinberum úrslitum vann Lúkasjenkó stórsigur. Stjórn Lúkasjenkó hefur brugðist við mótmælum eftir kosningarnar með hörku. Hún á nú yfir höfði sér refsiaðgerðir Bandaríkjastjórnar og Evrópusambandsins. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur á hinn bóginn verið Lúkasjenkó innan handar og sagst tilbúinn að senda rússneskar öryggissveitir til Hvíta-Rússlands til að bæla niður mótmælin. Anais Marin, mannréttindasérfræðingur Sameinuðu þjóðanna, að fleiri en tíu þúsund manns hefðu verið handteknir með ofbeldi í Hvíta-Rússlandi eftir kosningarnar. Fleiri en 500 tilkynningar um pyntingar hafi borist og þúsundir um að fólk hafi verið barið hrottalega, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Lúkasjenkó sló milljarða lán hjá Pútín Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hét því að lána Hvíta-Rússlandi 1,5 milljarða dollara í lán þegar þeir Alexander Lúkasjenkó starfsbróðir hans hittust við Svartahaf í dag. 14. september 2020 16:32 Kolesnikova ákærð fyrir að hvetja til undirróðurs Stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova hefur verið ákærð á grundvelli öryggislaga fyrir að hvetja til undirróðurs gegn hvítrússneskum yfirvöldum. 16. september 2020 21:35 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Óvænt innsetningarathöfn var haldin í Hvíta-Rússlandi þar sem Alexander Lúkasjenkó sór embættiseið til sjötta kjörtímabils síns í dag. Engin tilkynning var send út um athöfnina en enn er deilt hart um úrslit kosninganna sem fóru fram í síðasta mánuði. Nokkur hundruð manns, þar á meðal embættismenn, þingmenn og fjölmiðlamenn, voru viðstödd athöfnina í höfuðborginni Minsk þegar Lúkasjenkó sór eið að stjórnarskránni, að sögn Belta-fréttastofunnar. „Dagurinn sem tekið er við embætti forseta er sigurdagur okkar, sannfærandi og afdrifaríkur. Við kusum ekki bara forseta landsins, við vorum að verja gildi okkar, friðsælt líf okkar, fullveldi og sjálfstæði,“ sagði Lúkasjenkó við athöfnina. Stjórnarandstaðan í Hvíta-Rússlandi sakar Lúkasjenkó um stórfelld kosningasvik í kosningunum sem fóru fram 9. ágúst. Samkvæmt opinberum úrslitum vann Lúkasjenkó stórsigur. Stjórn Lúkasjenkó hefur brugðist við mótmælum eftir kosningarnar með hörku. Hún á nú yfir höfði sér refsiaðgerðir Bandaríkjastjórnar og Evrópusambandsins. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur á hinn bóginn verið Lúkasjenkó innan handar og sagst tilbúinn að senda rússneskar öryggissveitir til Hvíta-Rússlands til að bæla niður mótmælin. Anais Marin, mannréttindasérfræðingur Sameinuðu þjóðanna, að fleiri en tíu þúsund manns hefðu verið handteknir með ofbeldi í Hvíta-Rússlandi eftir kosningarnar. Fleiri en 500 tilkynningar um pyntingar hafi borist og þúsundir um að fólk hafi verið barið hrottalega, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Lúkasjenkó sló milljarða lán hjá Pútín Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hét því að lána Hvíta-Rússlandi 1,5 milljarða dollara í lán þegar þeir Alexander Lúkasjenkó starfsbróðir hans hittust við Svartahaf í dag. 14. september 2020 16:32 Kolesnikova ákærð fyrir að hvetja til undirróðurs Stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova hefur verið ákærð á grundvelli öryggislaga fyrir að hvetja til undirróðurs gegn hvítrússneskum yfirvöldum. 16. september 2020 21:35 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Lúkasjenkó sló milljarða lán hjá Pútín Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hét því að lána Hvíta-Rússlandi 1,5 milljarða dollara í lán þegar þeir Alexander Lúkasjenkó starfsbróðir hans hittust við Svartahaf í dag. 14. september 2020 16:32
Kolesnikova ákærð fyrir að hvetja til undirróðurs Stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova hefur verið ákærð á grundvelli öryggislaga fyrir að hvetja til undirróðurs gegn hvítrússneskum yfirvöldum. 16. september 2020 21:35