Erlent

Stærsti hval­reki í manna minnum í Ástralíu

Atli Ísleifsson skrifar
Fjölmargir hvalanna sem fundist hafa eru þegar dauðir.
Fjölmargir hvalanna sem fundist hafa eru þegar dauðir. AP

Fleiri grindhvalir hafa fundist strandaðir við Tasmaníu, suður af Ástralíu, en í gær var greint frá því að grindhvalavaða með um 330 dýrum hefði fundist á áströlsku eyjunni.

Þegar björgunarmenn mættu á svæðið kom í ljós að hvalirnir eru mun fleiri, eða rúmlega fimm hundruð og er það stærsti hvalreki í manna minnum í Ástralíu. 

Hin hjörðin sem fannst er þó í um tíu kílómetra fjarlægð frá hinni fyrri og virðist ljóst að flest dýrin í þeirri hjörð séu dauð. Hvalrekinn varð á vesturströnd eyjarinnar.

Í gær tókst að bjarga um þrjátíu hvölum úr fyrri vöðunni, en margir þeirra syntu aftur í land þar sem þeir strönduðu á ný og er óttast að flest dýranna muni á endanum drepast.

Grindhvalir er sú hvalategund sem strandar einna oftast, en þeir geta orðið um sjö metrar að lengd og allt að þrjú tonn.

Sá hvalreki í Ástralíu, sem áður var talinn stærstur, varð einnig við strendur Tasmaníu, árið 1935. Þá strönduðu 294 grindhvalir.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.