Hundfúll að hafa ekki unnið þennan leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. september 2020 20:14 Jón Þór á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Vilhelm Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska landsliðsins, vildi fá þrjú stig úr leik Íslands gegn sterku liði Svía á Laugardalsvelli í kvöld. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli eftir að sænska liðið komst yfir um miðbik fyrri hálfleiks. „Ég veit það ekki. Hundfúll að hafa ekki unnið þennan leik. Hrikalega stoltur af leikmönnum liðsins, innan vallar sem utan. Frammistaðan frábær hjá okkur í dag. Við erum hundfúl að hafa ekki unnið þennan leik,“ sagði Jón Þór við Smára Jökul Jónsson eftir leik. Viðtalið í heild sinni má finna neðst í fréttinni. „Úrslitin eru góð. Svíar eru með frábært lið og við megum vera hreykin og stolt af frammistöðunni í dag. Við byrjuðum leikinn sterkt en svo kom 20 mínútna kafli í fyrri hálfleik þar sem við duttum of langt niður og gáfum eftir of auðveldlega. Þegar við náðum svo tökum á því fannst mér við með yfirhöndina í leiknum,“ sagði Jón Þór um leik dagsins. „Það var frábært að koma til baka, framganga og hugarfar leikmanna var stórkostlegt.“ „Ég held að við eigum þrjú skot í slá í sömu sókninni. Fengum svo sannarlega færi til að taka leikinn. Fyrst og fremst var það hugarfarið og hvað stelpurnar lögðu á sig í þessum leik sem sýnir liðsheildina í þessu liði. Verkefnið hefur allt verið í þeim takti, við erum með frábæra leiðtoga í liðinu, sterka karaktera. Leikmenn sem hafa ekki komið inn á í leikjunum tveimur en hafa samt sem áður staðið sig frábærlega, heildarbragurinn á hópnum hreint út sagt frábær,“ sagði Jón Þór einnig en hefði viljað taka öll þrjú stigin í kvöld. Að lokum var Jón Þór spurður út í markið sem var dæmt af Íslandi undir lok fyrri hálfleiks. „Það var ómögulegt að sjá þetta, margir leikmenn inn í teig. Mér var samt sagt að það sé 50/50 hvort þetta hafi verið brot eða ekki. Var virkilega svekkjandi þar sem við vorum með yfirhöndina og mér fannst stelpurnar eiga skilið að ná þessu marki, en við náðum því á endanum. Enn og aftur þvílíkt hrós til stelpnanna, þær héldu alltaf áfram og sýndu aldrei bilbug,“ sagði Jón Þór að lokum. Klippa: Landsliðsþjálfarinn var hundfúll með aðeins eitt stig Fótbolti EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 1-1 | Dýrmætt jafntefli við bronslið HM Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð, bronslið HM í fyrra, og hefði vel getað landað sigri í toppslag F-riðils undankeppni EM kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. 22. september 2020 19:47 Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16 Skil ekki hvað hún er að dæma á Glódís Perla Viggósdóttir var ekki par sátt með markið sem var dæmt af Íslandi í fyrri hálfleik gegn Svíum í kvöld. Þá var hún svekkt með að íslenska liðið hafi ekki náð í þrjú stig gegn ógnarsterku liði Svía. 22. september 2020 20:30 Sara Björk segir að úrslitaleikur bíði í Gautaborg „Maður er hálf svekktur. Mér fannst við verðskulda þrjú stig og sigur,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í undankeppni EM. 22. september 2020 20:16 Hundfúll að hafa ekki unnið þennan leik Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska landsliðsins, vildi fá þrjú stig úr leik Íslands gegn sterku liði Svía á Laugardalsvelli í kvöld. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli eftir að sænska liðið komst yfir um miðbik fyrri hálfleiks. 22. september 2020 20:14 Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Fleiri fréttir „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Sjá meira
Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska landsliðsins, vildi fá þrjú stig úr leik Íslands gegn sterku liði Svía á Laugardalsvelli í kvöld. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli eftir að sænska liðið komst yfir um miðbik fyrri hálfleiks. „Ég veit það ekki. Hundfúll að hafa ekki unnið þennan leik. Hrikalega stoltur af leikmönnum liðsins, innan vallar sem utan. Frammistaðan frábær hjá okkur í dag. Við erum hundfúl að hafa ekki unnið þennan leik,“ sagði Jón Þór við Smára Jökul Jónsson eftir leik. Viðtalið í heild sinni má finna neðst í fréttinni. „Úrslitin eru góð. Svíar eru með frábært lið og við megum vera hreykin og stolt af frammistöðunni í dag. Við byrjuðum leikinn sterkt en svo kom 20 mínútna kafli í fyrri hálfleik þar sem við duttum of langt niður og gáfum eftir of auðveldlega. Þegar við náðum svo tökum á því fannst mér við með yfirhöndina í leiknum,“ sagði Jón Þór um leik dagsins. „Það var frábært að koma til baka, framganga og hugarfar leikmanna var stórkostlegt.“ „Ég held að við eigum þrjú skot í slá í sömu sókninni. Fengum svo sannarlega færi til að taka leikinn. Fyrst og fremst var það hugarfarið og hvað stelpurnar lögðu á sig í þessum leik sem sýnir liðsheildina í þessu liði. Verkefnið hefur allt verið í þeim takti, við erum með frábæra leiðtoga í liðinu, sterka karaktera. Leikmenn sem hafa ekki komið inn á í leikjunum tveimur en hafa samt sem áður staðið sig frábærlega, heildarbragurinn á hópnum hreint út sagt frábær,“ sagði Jón Þór einnig en hefði viljað taka öll þrjú stigin í kvöld. Að lokum var Jón Þór spurður út í markið sem var dæmt af Íslandi undir lok fyrri hálfleiks. „Það var ómögulegt að sjá þetta, margir leikmenn inn í teig. Mér var samt sagt að það sé 50/50 hvort þetta hafi verið brot eða ekki. Var virkilega svekkjandi þar sem við vorum með yfirhöndina og mér fannst stelpurnar eiga skilið að ná þessu marki, en við náðum því á endanum. Enn og aftur þvílíkt hrós til stelpnanna, þær héldu alltaf áfram og sýndu aldrei bilbug,“ sagði Jón Þór að lokum. Klippa: Landsliðsþjálfarinn var hundfúll með aðeins eitt stig
Fótbolti EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 1-1 | Dýrmætt jafntefli við bronslið HM Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð, bronslið HM í fyrra, og hefði vel getað landað sigri í toppslag F-riðils undankeppni EM kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. 22. september 2020 19:47 Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16 Skil ekki hvað hún er að dæma á Glódís Perla Viggósdóttir var ekki par sátt með markið sem var dæmt af Íslandi í fyrri hálfleik gegn Svíum í kvöld. Þá var hún svekkt með að íslenska liðið hafi ekki náð í þrjú stig gegn ógnarsterku liði Svía. 22. september 2020 20:30 Sara Björk segir að úrslitaleikur bíði í Gautaborg „Maður er hálf svekktur. Mér fannst við verðskulda þrjú stig og sigur,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í undankeppni EM. 22. september 2020 20:16 Hundfúll að hafa ekki unnið þennan leik Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska landsliðsins, vildi fá þrjú stig úr leik Íslands gegn sterku liði Svía á Laugardalsvelli í kvöld. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli eftir að sænska liðið komst yfir um miðbik fyrri hálfleiks. 22. september 2020 20:14 Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Fleiri fréttir „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 1-1 | Dýrmætt jafntefli við bronslið HM Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð, bronslið HM í fyrra, og hefði vel getað landað sigri í toppslag F-riðils undankeppni EM kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. 22. september 2020 19:47
Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16
Skil ekki hvað hún er að dæma á Glódís Perla Viggósdóttir var ekki par sátt með markið sem var dæmt af Íslandi í fyrri hálfleik gegn Svíum í kvöld. Þá var hún svekkt með að íslenska liðið hafi ekki náð í þrjú stig gegn ógnarsterku liði Svía. 22. september 2020 20:30
Sara Björk segir að úrslitaleikur bíði í Gautaborg „Maður er hálf svekktur. Mér fannst við verðskulda þrjú stig og sigur,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í undankeppni EM. 22. september 2020 20:16
Hundfúll að hafa ekki unnið þennan leik Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska landsliðsins, vildi fá þrjú stig úr leik Íslands gegn sterku liði Svía á Laugardalsvelli í kvöld. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli eftir að sænska liðið komst yfir um miðbik fyrri hálfleiks. 22. september 2020 20:14