Hreindýraveiðar með besta móti þetta árið Jakob Bjarnar skrifar 22. september 2020 16:11 Á veiðislóð í sumar. Nánar tiltekið á svæði eitt en um níu svæði er að ræða. Fallþungi tarfsins sem sjá má í á sexhjólinu var rétt tæpir 100 kíló. Að sögn Jóhanns G. Gunnarssonar hjá ust var væna tarfa að finna á öllum svæðum. visir/jakob Síðasti dagur haustveiða á hreindýri var á sunnudaginn eða 20. september. Eins og fram kemur í tilkynningu á síðu Umhverfisstofnunar var kvóti þessa árs 1325 dýr, 805 kýr og 520 tarfar. Felld voru 1264 dýr og ekki náðist að fella 11 kýr og 2 tarfa af útgefnum kvóta sem veiða átti nú í haust. 48 kýr eru svo í úthlutuðum leyfum í nóvember á svæði 8 og svæði 9. Jóhann G. Gunnarsson, starfsmaður stofnunarinnar, lætur vel að veiðiskapnum. „Veðurfarslega eitt besta tímabilið síðan ég byrjaði,“ segir Jóhann sem hefur komið að hreindýraveiðum með einum hætti eða öðrum áratugum saman. Veiðarnar gengu vel. Þær fóru rólega af stað eins og oft áður en Vísi er kunnugt um að fjöldi veiðimanna sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu vilja gjarnan miða ferð sína austur við 20. ágúst en þá hefst gæsaveiðitímabilið. Flest dýr voru einmitt felld eftir 20. ágúst. Eins og Jóhann segir var veðrið einstaklega hagstætt þetta veiðitímabilið og lítið um þokutíð sem oft hefur gert mönnum erfitt um vik. Þá getur reynst erfitt að finna dýrin. Síðustu vikur veiðitímans var veðrið gott á öllum svæðum. Vænn tarfur sem felldur var á svæði eitt.visir/jakob Í fréttatilkynningu á síðu Umhverfisstofnunar kemur fram að alltaf sé nokkuð um að leyfum sé skilað inn eftir að veiðitímabil hefst en byrja má að veiða tarfa 15. júlí og kýr 1. ágúst. „74 einstaklingar þáðu leyfi sem þeim voru úthlutuð á biðlista eftir að veiðar hófust og 212 einstaklingum var boðið að taka leyfi. Töluverð óvissa var í sumar um hvort Covid veiran myndi setja mark sitt á tímabilið að einhverju leyti, en er það mat okkar hjá Umhverfisstofnun að svo hafi ekki verið,“ segir á vefsíðu stofnunarinnar. Áhyggjur voru uppi um að kórónuveirufaraldurinn kynni að setja strik í reikninginn og veiðimenn myndu halda að sér höndum. Með þá þeim afleiðingum að ekki tækist að koma kvótanum út. Svo fór þó ekki. Fáum leyfum var skilað inn sem rekja má til sóttvarna eða takmarkana tengdum þeim. „Nokkrir veiðileyfishafar búsettir erlendis skiluðu þó inn sínum leyfum af þeim sökum.“ Umhverfismál Dýr Skotveiði Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Síðasti dagur haustveiða á hreindýri var á sunnudaginn eða 20. september. Eins og fram kemur í tilkynningu á síðu Umhverfisstofnunar var kvóti þessa árs 1325 dýr, 805 kýr og 520 tarfar. Felld voru 1264 dýr og ekki náðist að fella 11 kýr og 2 tarfa af útgefnum kvóta sem veiða átti nú í haust. 48 kýr eru svo í úthlutuðum leyfum í nóvember á svæði 8 og svæði 9. Jóhann G. Gunnarsson, starfsmaður stofnunarinnar, lætur vel að veiðiskapnum. „Veðurfarslega eitt besta tímabilið síðan ég byrjaði,“ segir Jóhann sem hefur komið að hreindýraveiðum með einum hætti eða öðrum áratugum saman. Veiðarnar gengu vel. Þær fóru rólega af stað eins og oft áður en Vísi er kunnugt um að fjöldi veiðimanna sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu vilja gjarnan miða ferð sína austur við 20. ágúst en þá hefst gæsaveiðitímabilið. Flest dýr voru einmitt felld eftir 20. ágúst. Eins og Jóhann segir var veðrið einstaklega hagstætt þetta veiðitímabilið og lítið um þokutíð sem oft hefur gert mönnum erfitt um vik. Þá getur reynst erfitt að finna dýrin. Síðustu vikur veiðitímans var veðrið gott á öllum svæðum. Vænn tarfur sem felldur var á svæði eitt.visir/jakob Í fréttatilkynningu á síðu Umhverfisstofnunar kemur fram að alltaf sé nokkuð um að leyfum sé skilað inn eftir að veiðitímabil hefst en byrja má að veiða tarfa 15. júlí og kýr 1. ágúst. „74 einstaklingar þáðu leyfi sem þeim voru úthlutuð á biðlista eftir að veiðar hófust og 212 einstaklingum var boðið að taka leyfi. Töluverð óvissa var í sumar um hvort Covid veiran myndi setja mark sitt á tímabilið að einhverju leyti, en er það mat okkar hjá Umhverfisstofnun að svo hafi ekki verið,“ segir á vefsíðu stofnunarinnar. Áhyggjur voru uppi um að kórónuveirufaraldurinn kynni að setja strik í reikninginn og veiðimenn myndu halda að sér höndum. Með þá þeim afleiðingum að ekki tækist að koma kvótanum út. Svo fór þó ekki. Fáum leyfum var skilað inn sem rekja má til sóttvarna eða takmarkana tengdum þeim. „Nokkrir veiðileyfishafar búsettir erlendis skiluðu þó inn sínum leyfum af þeim sökum.“
Umhverfismál Dýr Skotveiði Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira