Hreindýraveiðar með besta móti þetta árið Jakob Bjarnar skrifar 22. september 2020 16:11 Á veiðislóð í sumar. Nánar tiltekið á svæði eitt en um níu svæði er að ræða. Fallþungi tarfsins sem sjá má í á sexhjólinu var rétt tæpir 100 kíló. Að sögn Jóhanns G. Gunnarssonar hjá ust var væna tarfa að finna á öllum svæðum. visir/jakob Síðasti dagur haustveiða á hreindýri var á sunnudaginn eða 20. september. Eins og fram kemur í tilkynningu á síðu Umhverfisstofnunar var kvóti þessa árs 1325 dýr, 805 kýr og 520 tarfar. Felld voru 1264 dýr og ekki náðist að fella 11 kýr og 2 tarfa af útgefnum kvóta sem veiða átti nú í haust. 48 kýr eru svo í úthlutuðum leyfum í nóvember á svæði 8 og svæði 9. Jóhann G. Gunnarsson, starfsmaður stofnunarinnar, lætur vel að veiðiskapnum. „Veðurfarslega eitt besta tímabilið síðan ég byrjaði,“ segir Jóhann sem hefur komið að hreindýraveiðum með einum hætti eða öðrum áratugum saman. Veiðarnar gengu vel. Þær fóru rólega af stað eins og oft áður en Vísi er kunnugt um að fjöldi veiðimanna sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu vilja gjarnan miða ferð sína austur við 20. ágúst en þá hefst gæsaveiðitímabilið. Flest dýr voru einmitt felld eftir 20. ágúst. Eins og Jóhann segir var veðrið einstaklega hagstætt þetta veiðitímabilið og lítið um þokutíð sem oft hefur gert mönnum erfitt um vik. Þá getur reynst erfitt að finna dýrin. Síðustu vikur veiðitímans var veðrið gott á öllum svæðum. Vænn tarfur sem felldur var á svæði eitt.visir/jakob Í fréttatilkynningu á síðu Umhverfisstofnunar kemur fram að alltaf sé nokkuð um að leyfum sé skilað inn eftir að veiðitímabil hefst en byrja má að veiða tarfa 15. júlí og kýr 1. ágúst. „74 einstaklingar þáðu leyfi sem þeim voru úthlutuð á biðlista eftir að veiðar hófust og 212 einstaklingum var boðið að taka leyfi. Töluverð óvissa var í sumar um hvort Covid veiran myndi setja mark sitt á tímabilið að einhverju leyti, en er það mat okkar hjá Umhverfisstofnun að svo hafi ekki verið,“ segir á vefsíðu stofnunarinnar. Áhyggjur voru uppi um að kórónuveirufaraldurinn kynni að setja strik í reikninginn og veiðimenn myndu halda að sér höndum. Með þá þeim afleiðingum að ekki tækist að koma kvótanum út. Svo fór þó ekki. Fáum leyfum var skilað inn sem rekja má til sóttvarna eða takmarkana tengdum þeim. „Nokkrir veiðileyfishafar búsettir erlendis skiluðu þó inn sínum leyfum af þeim sökum.“ Umhverfismál Dýr Skotveiði Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Síðasti dagur haustveiða á hreindýri var á sunnudaginn eða 20. september. Eins og fram kemur í tilkynningu á síðu Umhverfisstofnunar var kvóti þessa árs 1325 dýr, 805 kýr og 520 tarfar. Felld voru 1264 dýr og ekki náðist að fella 11 kýr og 2 tarfa af útgefnum kvóta sem veiða átti nú í haust. 48 kýr eru svo í úthlutuðum leyfum í nóvember á svæði 8 og svæði 9. Jóhann G. Gunnarsson, starfsmaður stofnunarinnar, lætur vel að veiðiskapnum. „Veðurfarslega eitt besta tímabilið síðan ég byrjaði,“ segir Jóhann sem hefur komið að hreindýraveiðum með einum hætti eða öðrum áratugum saman. Veiðarnar gengu vel. Þær fóru rólega af stað eins og oft áður en Vísi er kunnugt um að fjöldi veiðimanna sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu vilja gjarnan miða ferð sína austur við 20. ágúst en þá hefst gæsaveiðitímabilið. Flest dýr voru einmitt felld eftir 20. ágúst. Eins og Jóhann segir var veðrið einstaklega hagstætt þetta veiðitímabilið og lítið um þokutíð sem oft hefur gert mönnum erfitt um vik. Þá getur reynst erfitt að finna dýrin. Síðustu vikur veiðitímans var veðrið gott á öllum svæðum. Vænn tarfur sem felldur var á svæði eitt.visir/jakob Í fréttatilkynningu á síðu Umhverfisstofnunar kemur fram að alltaf sé nokkuð um að leyfum sé skilað inn eftir að veiðitímabil hefst en byrja má að veiða tarfa 15. júlí og kýr 1. ágúst. „74 einstaklingar þáðu leyfi sem þeim voru úthlutuð á biðlista eftir að veiðar hófust og 212 einstaklingum var boðið að taka leyfi. Töluverð óvissa var í sumar um hvort Covid veiran myndi setja mark sitt á tímabilið að einhverju leyti, en er það mat okkar hjá Umhverfisstofnun að svo hafi ekki verið,“ segir á vefsíðu stofnunarinnar. Áhyggjur voru uppi um að kórónuveirufaraldurinn kynni að setja strik í reikninginn og veiðimenn myndu halda að sér höndum. Með þá þeim afleiðingum að ekki tækist að koma kvótanum út. Svo fór þó ekki. Fáum leyfum var skilað inn sem rekja má til sóttvarna eða takmarkana tengdum þeim. „Nokkrir veiðileyfishafar búsettir erlendis skiluðu þó inn sínum leyfum af þeim sökum.“
Umhverfismál Dýr Skotveiði Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent