Enski boltinn

Segir að Van Dijk sé orðinn latur og kærulaus

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Virgil van Dijk hefur átt frábæru gengi að fagna síðan hann gekk í raðir Liverpool.
Virgil van Dijk hefur átt frábæru gengi að fagna síðan hann gekk í raðir Liverpool. getty/Matt Dunham

Wim Kieft, fyrrverandi landsliðsmaður Hollands, gagnrýnir Virgil van Dijk, leikmann Englandsmeistara Liverpool, og segir að hann sé orðinn latur og kærulaus.

Van Dijk var gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í 4-3 sigri Liverpool á Leeds United í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool og núverandi álitsgjafi hjá Sky Sports, sagði m.a. að Van Dijk væri orðinn hrokafullur.

Kieft, sem varð Evrópumeistari með Hollandi 1988, gengur öllu lengra í gagnrýni sinni á Van Dijk.

„Hann spilar eins og hann sé latur og kærulaus. Hann gerir mistök og forðast ákveðna varnarvinnu í leikjum. Leikmaður eins og hann ætti alltaf að vera fremstur í flokki í baráttunni,“ sagði Kieft.

„Það tók Van Dijk langan tíma að komast á toppinn. Hann hefur verið þar í um tvö tímabil og það er mikilvægt að hann sé gagnrýninn á sjálfan sig. Umhverfið skiptir líka máli. Það er allt í lagi þótt þjálfararnir hristi hann aðeins til.“

Eftir erfiðan leik gegn Leeds í 1. umferðinni lenti Van Dijk ekki í miklum vandræðum þegar Liverpool vann Chelsea, 0-2, á sunnudaginn. Liverpool hefur unnið báða leiki sína í ensku úrvalsdeildinni til þessa.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.