Erlent

Rann­saka meinta kyn­þátta­hyggju Twitter

Sylvía Hall skrifar
Myndirnar sem notaðar voru til þess að framkvæmda „tilraunina“.
Myndirnar sem notaðar voru til þess að framkvæmda „tilraunina“. Twitter

Twitter hefur ákveðið að kanna nánar hvað veldur því að myndum af hvítu fólki sé forgangsraðað á tímalínum notenda. Færslur, sem innihalda myndir af Mitch McConnell, forseta öldungadeildar Bandaríkjaþings, og Barack Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hafa farið á flug undanfarna daga.

Myndirnar sem um ræðir eru langar og passa því ekki í heilu lagi á tímalínur notenda. Þegar slíkt gerist smættar Twitter myndirnar niður og sýnir brot af þeim á tímalínunni, svo notendur þurfa að smella á þær til þess að sjá myndirnar í heild sinni.

Notendur hafa bent á það að forritið birti alltaf myndina af McConnell, sama hvernig myndunum tveimur er stillt upp á stærri útgáfunni. Áhugasamir geta séð upprunalega tístið hér að neðan. 

Twitter hefur svarað færslunni og játað að það þurfi að skoða málið nánar. Prófanir hafi verið gerðar á kerfum miðilsins og ekkert hafi bent til þess að kerfið hampaði hvítum umfram svörtum.

„Við munum deila því með ykkur hvað kemur í ljós, hvaða ráðstafana við grípum til og miðla því áfram svo aðrir geti séð það og gert slíkt hið sama.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.