Þjálfari Svía: Íslenska liðið spilar svolítið líkt okkur Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2020 08:31 Peter Gerhardsson er mættur til Íslands með bronsliðið sitt. mynd/stöð 2 Landsliðsþjálfari Svíþjóðar, Peter Gerhardsson, segir leitt að geta ekki skoðað sig um í Reykjavík vegna kórónuveirufaraldursins. Hann segir sænska liðið bera virðingu fyrir því íslenska fyrir toppslaginn í kvöld. Ísland og Svíþjóð mætast á Laugardalsvelli kl. 18 í toppslag E-riðils undankeppni EM, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Sænska liðið vann Ungverja 8-0 á fimmtudaginn, bronsverðlaun á HM í Frakklandi í fyrra og silfurverðlaun á síðustu Ólympíuleikum, og er í fimmta sæti heimslistans. „Við áttum nánast fullkomið mót í Frakklandi,“ sagði Gerhardsson við Vísi í gær eftir æfingu sænska liðsins, þar sem allir leikmenn tóku þátt. Berum virðingu fyrir íslenska liðinu Ísland vann Lettland 9-0 síðasta fimmtudag og er eina liðið sem berst við Svíþjóð um efsta sæti riðilsins: „Við höfum auðvitað horft á leiki Íslendinga og erum með okkar áætlun um hvernig við truflum þeirra leik. Íslenska liðið er gott. Ég sá það spila á EM 2017 og það spilar svolítið eins og við – sýnir hörku og áræðni í varnarleiknum, vill vinna boltann, og er með nokkra mjög hæfileikaríka leikmenn til að spila boltanum. Sara Björk Gunnarsdóttir spilar með Lyon og það segir sína sögu um hana, og Glódís Perla Viggósdóttir spilar í sænsku úrvalsdeildinni þar sem hún er ein sú besta. Við berum virðingu fyrir þessum leikmönnum og þessu liði, en teljum líka að við getum náð góðum úrslitum,“ sagði Gerhardsson. Leitt að geta ekki gengið um í Reykjavík eins og síðast Föst leikatriði nýttust sænska liðinu einstaklega vel gegn Ungverjum í síðustu viku en Gerhardsson býst ekki við neinu slíku í kvöld: „Ég hef sem þjálfari aldrei séð liðið mitt skora sex mörk úr föstum leikatriðum í sama leiknum. Íslenska liðið er gott í föstum leikatriðum eins og við, bæði í vörn og sókn, svo að það væri mjög ásættanlegt að ná inn einu marki þannig og gæti fært okkur sigurinn,“ sagði þjálfarinn. Sænski hópurinn er lokaður inni á hóteli í Reykjavík þann tíma sem hann dvelur hér á landi, fyrir utan að mega fara á Laugardalsvöll til æfinga og keppni, vegna Covid-reglna. „Ég hef komið hingað einu sinni áður, þegar ég var í fyrsta sinn með U16-landslið karla [snemma á þessari öld]. Þegar ég kem til borga langar mig auðvitað að geta gengið, áður hlaupið, og skoðað mig um. Það er því auðvitað leitt að vera fastur uppi á hóteli, en við erum vön að vera mjög mikið uppi á hóteli. Maður þarf að finna leiðir til að drepa tímann en það fer mikill tími í að skoða komandi leik og fara yfir leikaðferðina með leikmönnum. Ég hugsa því ekki svo mikið um þetta en auðvitað er pínu leitt að geta ekki skoðað Reykjavík,“ sagði Gerhardsson. Klippa: Þjálfari Svía fyrir leikinn við Íslendinga EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir „Sem betur fer er samkeppnin um stöður mikil“ Jón Þór Hauksson, íslenski landsliðsþjálfari kvenna, er ánægður með samkeppnina í íslenska landsliðinu og er ekki hræddur að velja byrjunarliðið fyrir leikinn stóra annað kvöld. 21. september 2020 19:48 Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir stórleikinn við Svíþjóð Glódís Perla Viggósdóttir og Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir stórleikinn við Svíþjóð í undankeppni EM. 21. september 2020 16:42 Líst illa á veðrið en er bjartsýn á að Glódís spili fyrir eitt besta lið heims Caroline Seger, hinn þrautreyndi fyrirliði Svía, telur að Glódís Perla Viggósdóttir eigi eftir að spila fyrir eitt af bestu félagsliðum heims. Hún er vör um sig fyrir stórleikinn við Ísland annað kvöld. 21. september 2020 15:22 Segir Glódísi eina þá bestu í Svíþjóð og Söru meðal þeirra bestu í heimi Peter Gerhardsson, sem stýrði Svíum til bronsverðlauna á HM í fyrra, býst við miklum slag á Laugardalsvelli á morgun þegar Ísland og Svíþjóð mætast í toppslag F-riðils í undankeppni EM kvenna í fótbolta. 21. september 2020 13:28 Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Landsliðsþjálfari Svíþjóðar, Peter Gerhardsson, segir leitt að geta ekki skoðað sig um í Reykjavík vegna kórónuveirufaraldursins. Hann segir sænska liðið bera virðingu fyrir því íslenska fyrir toppslaginn í kvöld. Ísland og Svíþjóð mætast á Laugardalsvelli kl. 18 í toppslag E-riðils undankeppni EM, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Sænska liðið vann Ungverja 8-0 á fimmtudaginn, bronsverðlaun á HM í Frakklandi í fyrra og silfurverðlaun á síðustu Ólympíuleikum, og er í fimmta sæti heimslistans. „Við áttum nánast fullkomið mót í Frakklandi,“ sagði Gerhardsson við Vísi í gær eftir æfingu sænska liðsins, þar sem allir leikmenn tóku þátt. Berum virðingu fyrir íslenska liðinu Ísland vann Lettland 9-0 síðasta fimmtudag og er eina liðið sem berst við Svíþjóð um efsta sæti riðilsins: „Við höfum auðvitað horft á leiki Íslendinga og erum með okkar áætlun um hvernig við truflum þeirra leik. Íslenska liðið er gott. Ég sá það spila á EM 2017 og það spilar svolítið eins og við – sýnir hörku og áræðni í varnarleiknum, vill vinna boltann, og er með nokkra mjög hæfileikaríka leikmenn til að spila boltanum. Sara Björk Gunnarsdóttir spilar með Lyon og það segir sína sögu um hana, og Glódís Perla Viggósdóttir spilar í sænsku úrvalsdeildinni þar sem hún er ein sú besta. Við berum virðingu fyrir þessum leikmönnum og þessu liði, en teljum líka að við getum náð góðum úrslitum,“ sagði Gerhardsson. Leitt að geta ekki gengið um í Reykjavík eins og síðast Föst leikatriði nýttust sænska liðinu einstaklega vel gegn Ungverjum í síðustu viku en Gerhardsson býst ekki við neinu slíku í kvöld: „Ég hef sem þjálfari aldrei séð liðið mitt skora sex mörk úr föstum leikatriðum í sama leiknum. Íslenska liðið er gott í föstum leikatriðum eins og við, bæði í vörn og sókn, svo að það væri mjög ásættanlegt að ná inn einu marki þannig og gæti fært okkur sigurinn,“ sagði þjálfarinn. Sænski hópurinn er lokaður inni á hóteli í Reykjavík þann tíma sem hann dvelur hér á landi, fyrir utan að mega fara á Laugardalsvöll til æfinga og keppni, vegna Covid-reglna. „Ég hef komið hingað einu sinni áður, þegar ég var í fyrsta sinn með U16-landslið karla [snemma á þessari öld]. Þegar ég kem til borga langar mig auðvitað að geta gengið, áður hlaupið, og skoðað mig um. Það er því auðvitað leitt að vera fastur uppi á hóteli, en við erum vön að vera mjög mikið uppi á hóteli. Maður þarf að finna leiðir til að drepa tímann en það fer mikill tími í að skoða komandi leik og fara yfir leikaðferðina með leikmönnum. Ég hugsa því ekki svo mikið um þetta en auðvitað er pínu leitt að geta ekki skoðað Reykjavík,“ sagði Gerhardsson. Klippa: Þjálfari Svía fyrir leikinn við Íslendinga
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir „Sem betur fer er samkeppnin um stöður mikil“ Jón Þór Hauksson, íslenski landsliðsþjálfari kvenna, er ánægður með samkeppnina í íslenska landsliðinu og er ekki hræddur að velja byrjunarliðið fyrir leikinn stóra annað kvöld. 21. september 2020 19:48 Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir stórleikinn við Svíþjóð Glódís Perla Viggósdóttir og Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir stórleikinn við Svíþjóð í undankeppni EM. 21. september 2020 16:42 Líst illa á veðrið en er bjartsýn á að Glódís spili fyrir eitt besta lið heims Caroline Seger, hinn þrautreyndi fyrirliði Svía, telur að Glódís Perla Viggósdóttir eigi eftir að spila fyrir eitt af bestu félagsliðum heims. Hún er vör um sig fyrir stórleikinn við Ísland annað kvöld. 21. september 2020 15:22 Segir Glódísi eina þá bestu í Svíþjóð og Söru meðal þeirra bestu í heimi Peter Gerhardsson, sem stýrði Svíum til bronsverðlauna á HM í fyrra, býst við miklum slag á Laugardalsvelli á morgun þegar Ísland og Svíþjóð mætast í toppslag F-riðils í undankeppni EM kvenna í fótbolta. 21. september 2020 13:28 Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
„Sem betur fer er samkeppnin um stöður mikil“ Jón Þór Hauksson, íslenski landsliðsþjálfari kvenna, er ánægður með samkeppnina í íslenska landsliðinu og er ekki hræddur að velja byrjunarliðið fyrir leikinn stóra annað kvöld. 21. september 2020 19:48
Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir stórleikinn við Svíþjóð Glódís Perla Viggósdóttir og Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir stórleikinn við Svíþjóð í undankeppni EM. 21. september 2020 16:42
Líst illa á veðrið en er bjartsýn á að Glódís spili fyrir eitt besta lið heims Caroline Seger, hinn þrautreyndi fyrirliði Svía, telur að Glódís Perla Viggósdóttir eigi eftir að spila fyrir eitt af bestu félagsliðum heims. Hún er vör um sig fyrir stórleikinn við Ísland annað kvöld. 21. september 2020 15:22
Segir Glódísi eina þá bestu í Svíþjóð og Söru meðal þeirra bestu í heimi Peter Gerhardsson, sem stýrði Svíum til bronsverðlauna á HM í fyrra, býst við miklum slag á Laugardalsvelli á morgun þegar Ísland og Svíþjóð mætast í toppslag F-riðils í undankeppni EM kvenna í fótbolta. 21. september 2020 13:28