Fótbolti

„Sem betur fer er samkeppnin um stöður mikil“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jón Þór Hauksson fylgist með leikmönnum á æfingu á Laugardalsvelli í vikunni.
Jón Þór Hauksson fylgist með leikmönnum á æfingu á Laugardalsvelli í vikunni. VÍSIR/VILHELM

Jón Þór Hauksson, íslenski landsliðsþjálfari kvenna, er ánægður með samkeppnina í íslenska landsliðinu og er ekki hræddur að velja byrjunarliðið fyrir leikinn stóra annað kvöld.

Ísland mætir Svíþjóð í toppslag riðli okkar í undankeppni EM en Evrópumótið fer fram í Englandi árið 2022. Bæði lið hafa unnið alla leiki sína í riðlinum til þessa.

Ísland rúllaði yfir Letta á dögunum en á bekknum mátti meðal annars finna atvinnumenn sem ekki komu við sögu í leiknum.

„Sem betur fer er samkeppnin um stöður í íslenska kvennalandsliðinu mikil. Við erum með breiðan hóp og fullt af leikmönnum sem hafa staðið sig frábærlega,“ sagði Jón Þór í dag.

„Stór hluti kom ekki inn í Lettlandsleiknum sem gera tilkall að spila landsleiki og eru svo sannarlega nógu góðir til þess. Sem betur fer er samkeppni og hópurinn breiður.“

„Við getum spilað mörgum mönnum sem hafa verið að gera mjög góða hluti. Það eru forréttindi að hafa þannig hóp.“

Leikur Íslands og Svíþjóðar verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport annað kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.00 en upphitun klukkan 17.30.

Klippa: Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir einu af betri landsliðum heims á morgun

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×