Innlent

Fylgja eftir á­bendingum um dvalar­stað fjöl­skyldunnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Khedr-fjölskyldan. Til stóð að vísa henni úr landi á miðvikudag en hún er enn í felum.
Khedr-fjölskyldan. Til stóð að vísa henni úr landi á miðvikudag en hún er enn í felum. Vísir/Baldur

Staðan á máli egypsku fjölskyldunnar sem vísa átti úr landi í síðustu viku er enn óbreytt á borði stoðdeildar ríkislögreglustjóra. Unnið er úr vísbendingum um dvalarstað fjölskyldunnar og þeim fylgt eftir, samkvæmt upplýsingum frá samskiptastjóra almannavarna.

Til stóð að vísa Khedr-fjölskyldunni, foreldrum og fjórum börnum þeirra, úr landi á miðvikudag. Fjölskyldan var farin í felur þegar fulltrúar stoðdeildar mættu til að fylgja henni úr landi. Fjölskyldan er því talin dvelja hér enn.

Þá greindi Fréttablaðið frá því á föstudag að stoðdeildin hefði unnið eftir vísbendingum sem borist hefðu um dvalarstað fjölskyldunnar.

Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir í samtali við Vísi að staða málsins sé óbreytt frá því á föstudag. Enn sé verið að vinna úr vísbendingum. Inntur eftir því hvers eðlis vísbendingarnar séu segir Jóhann að þær komi úr mismunandi áttum. Ábendingum sé jafnframt fylgt eftir.

Þá sé ákvörðun um brottvísun fjölskyldunnar enn í gildi. Ekki hefur verið ákveðið hvort lýsa eigi formlega eftir fjölskyldunni að svo stöddu.


Tengdar fréttir

Segir að börnunum verði hugsan­lega rænt af yfir­völdum við komuna til Egypta­lands

Fyrrverandi formaður félags múlima á Íslandi sem bjó um árabil í Eygyptalandi segir að egypsku börnunum sem vísa á úr landi verði hugsanlega rænt af yfirvöldum við komuna til landsins og fjölskyldufaðirinn pyntaður og fangelsaður. Hann tekur nú saman sviðsmynd sem hann ætlar að senda þar til bærum yfirvöldum á Íslandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×