Fjölskyldan er enn í felum: „Næstu skref eru að undirbúa nýja framkvæmd“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. september 2020 20:00 Flytja átti fjölskylduna úr landi í morgun. Vísir Formleg leit er ekki hafin að sex manna egypskri fjölskyldu sem skilaði sér ekki þegar flytja átti hana úr landi í morgun. Yfirvöld vita ekki hvar fjölskyldan er niður komin. Fjölskyldan var ekki á dvalarstað sínum þegar fulltrúar stoðdeildar ríkislögreglustjóra mættu þangað í morgun til að fylgja þeim úr landi. Til stóð að þau myndu fljúga héðan til Amsterdam og þaðan til Kaíró í Egyptalandi en eins og fram hefur komið óttast fjölskyldan mjög að fara til heimalandsins þar sem þau segjast sæta ofsóknum. „Fjölskyldan er enn í felum og næstu skref hjá okkur er að undirbúa nýja framkvæmd,“ segir Guðbrandur Guðbrandsson, deildarstjóri stoðdeildarinnar. Engin formleg leit sé hafin. „Við förum bara rólega, stígum varlega til jarðar og höfum meðalhófsregluna í hávegum og reynum að gera þetta í samvinnu við alla aðila en hver næstu skref eru erum við bara að leggja fyrir okkur núna,“ segir Guðbrandur. Barnaverndarfulltrúi ásamt lögreglumönnum áttu að fylgja fólkinu til Egyptalands í morgun.„Við vorum í sambandi fyrir síðustu framkvæmd við barnavernd hælisleitenda í Hafnarfirði og það mun ekkert breytast,“ segir Guðbrandur. Fjölskyldan, sem hefur verið á landinu í rúm tvö ár, fékk lokaniðurstöðu hjá kærunefnd útlendingamála 18. nóvember 2019. Þá hófst 30 daga frestur til sjálfviljugrar heimfarar. Í millitíðinni óskaði fjölskyldan eftir því að kærunefndin frestaði réttaráhrifum úrskurðarins en þeirri beiðni var hafnað 8. janúar. Útlendingastofnun vísaði málinu til stoðdeildar ríkislögreglustjóra til framkvæmdar þann 13. janúar. Þá kom í ljós að tvö vegabréf rynnu út þann 28 janúar. Það tók stoðdeildina svo sex mánuði að fá ný vegabréf frá yfirvöldum í Egyptalandi. „Við erum að fara til fjarlægs lands, við þurfum að millilenda, við þurfum að fá aðstoð þar sem við erum með börn sem viljum að hafi það sem allra best í svona neikvæðri framkvæmd,“ segir Guðbrandur. Hann segir að þegar fjölskyldan verður flutt út landi verði sami háttur hafður á. Fulltrúar stoðdeildar séu sérfræðingar og reyni að vinna í samvinnu við alla aðila. „Við reynum eftir fremsta megni að koma þessu frá okkur þannig að öllum í slíkum neikvæðum ákvörðunum valdi ekki skaða, og þá sérstaklega börnunum,“ segir Guðbrandur. Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Fjölskyldunni var ekki vísað úr landi og ekki vitað um dvalarstað hennar Ekki var unnt að framkvæma frávísun egypskrar fjölskyldu frá landinu sem fara átti fram í morgun. 16. september 2020 10:02 Segjast ekki beita sér í einstaka málum Vísa á sex manna egypskri fjölskyldu úr landi á morgun sem sótt hefur um hæli hér á landi. 15. september 2020 14:19 Segir víst að Ibrahim Kehdr muni sæta pyntingum í Egyptalandi Sverrir Agnarsson er sérfróður um stöðu mála í Egyptalandi. 15. september 2020 11:58 Mótmæltu brottvísun egypsku fjölskyldunnar: „Áslaug Arna, martröð barna“ Nokkur fjöldi fólks kom saman við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu klukkan tíu til að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun egypskra hjóna og fjögurra barna þeirra aftur til heimalandsins. 15. september 2020 10:19 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Erlent Fleiri fréttir Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Sjá meira
Formleg leit er ekki hafin að sex manna egypskri fjölskyldu sem skilaði sér ekki þegar flytja átti hana úr landi í morgun. Yfirvöld vita ekki hvar fjölskyldan er niður komin. Fjölskyldan var ekki á dvalarstað sínum þegar fulltrúar stoðdeildar ríkislögreglustjóra mættu þangað í morgun til að fylgja þeim úr landi. Til stóð að þau myndu fljúga héðan til Amsterdam og þaðan til Kaíró í Egyptalandi en eins og fram hefur komið óttast fjölskyldan mjög að fara til heimalandsins þar sem þau segjast sæta ofsóknum. „Fjölskyldan er enn í felum og næstu skref hjá okkur er að undirbúa nýja framkvæmd,“ segir Guðbrandur Guðbrandsson, deildarstjóri stoðdeildarinnar. Engin formleg leit sé hafin. „Við förum bara rólega, stígum varlega til jarðar og höfum meðalhófsregluna í hávegum og reynum að gera þetta í samvinnu við alla aðila en hver næstu skref eru erum við bara að leggja fyrir okkur núna,“ segir Guðbrandur. Barnaverndarfulltrúi ásamt lögreglumönnum áttu að fylgja fólkinu til Egyptalands í morgun.„Við vorum í sambandi fyrir síðustu framkvæmd við barnavernd hælisleitenda í Hafnarfirði og það mun ekkert breytast,“ segir Guðbrandur. Fjölskyldan, sem hefur verið á landinu í rúm tvö ár, fékk lokaniðurstöðu hjá kærunefnd útlendingamála 18. nóvember 2019. Þá hófst 30 daga frestur til sjálfviljugrar heimfarar. Í millitíðinni óskaði fjölskyldan eftir því að kærunefndin frestaði réttaráhrifum úrskurðarins en þeirri beiðni var hafnað 8. janúar. Útlendingastofnun vísaði málinu til stoðdeildar ríkislögreglustjóra til framkvæmdar þann 13. janúar. Þá kom í ljós að tvö vegabréf rynnu út þann 28 janúar. Það tók stoðdeildina svo sex mánuði að fá ný vegabréf frá yfirvöldum í Egyptalandi. „Við erum að fara til fjarlægs lands, við þurfum að millilenda, við þurfum að fá aðstoð þar sem við erum með börn sem viljum að hafi það sem allra best í svona neikvæðri framkvæmd,“ segir Guðbrandur. Hann segir að þegar fjölskyldan verður flutt út landi verði sami háttur hafður á. Fulltrúar stoðdeildar séu sérfræðingar og reyni að vinna í samvinnu við alla aðila. „Við reynum eftir fremsta megni að koma þessu frá okkur þannig að öllum í slíkum neikvæðum ákvörðunum valdi ekki skaða, og þá sérstaklega börnunum,“ segir Guðbrandur.
Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Fjölskyldunni var ekki vísað úr landi og ekki vitað um dvalarstað hennar Ekki var unnt að framkvæma frávísun egypskrar fjölskyldu frá landinu sem fara átti fram í morgun. 16. september 2020 10:02 Segjast ekki beita sér í einstaka málum Vísa á sex manna egypskri fjölskyldu úr landi á morgun sem sótt hefur um hæli hér á landi. 15. september 2020 14:19 Segir víst að Ibrahim Kehdr muni sæta pyntingum í Egyptalandi Sverrir Agnarsson er sérfróður um stöðu mála í Egyptalandi. 15. september 2020 11:58 Mótmæltu brottvísun egypsku fjölskyldunnar: „Áslaug Arna, martröð barna“ Nokkur fjöldi fólks kom saman við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu klukkan tíu til að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun egypskra hjóna og fjögurra barna þeirra aftur til heimalandsins. 15. september 2020 10:19 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Erlent Fleiri fréttir Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Sjá meira
Fjölskyldunni var ekki vísað úr landi og ekki vitað um dvalarstað hennar Ekki var unnt að framkvæma frávísun egypskrar fjölskyldu frá landinu sem fara átti fram í morgun. 16. september 2020 10:02
Segjast ekki beita sér í einstaka málum Vísa á sex manna egypskri fjölskyldu úr landi á morgun sem sótt hefur um hæli hér á landi. 15. september 2020 14:19
Segir víst að Ibrahim Kehdr muni sæta pyntingum í Egyptalandi Sverrir Agnarsson er sérfróður um stöðu mála í Egyptalandi. 15. september 2020 11:58
Mótmæltu brottvísun egypsku fjölskyldunnar: „Áslaug Arna, martröð barna“ Nokkur fjöldi fólks kom saman við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu klukkan tíu til að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun egypskra hjóna og fjögurra barna þeirra aftur til heimalandsins. 15. september 2020 10:19