Fjölskyldan er enn í felum: „Næstu skref eru að undirbúa nýja framkvæmd“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. september 2020 20:00 Flytja átti fjölskylduna úr landi í morgun. Vísir Formleg leit er ekki hafin að sex manna egypskri fjölskyldu sem skilaði sér ekki þegar flytja átti hana úr landi í morgun. Yfirvöld vita ekki hvar fjölskyldan er niður komin. Fjölskyldan var ekki á dvalarstað sínum þegar fulltrúar stoðdeildar ríkislögreglustjóra mættu þangað í morgun til að fylgja þeim úr landi. Til stóð að þau myndu fljúga héðan til Amsterdam og þaðan til Kaíró í Egyptalandi en eins og fram hefur komið óttast fjölskyldan mjög að fara til heimalandsins þar sem þau segjast sæta ofsóknum. „Fjölskyldan er enn í felum og næstu skref hjá okkur er að undirbúa nýja framkvæmd,“ segir Guðbrandur Guðbrandsson, deildarstjóri stoðdeildarinnar. Engin formleg leit sé hafin. „Við förum bara rólega, stígum varlega til jarðar og höfum meðalhófsregluna í hávegum og reynum að gera þetta í samvinnu við alla aðila en hver næstu skref eru erum við bara að leggja fyrir okkur núna,“ segir Guðbrandur. Barnaverndarfulltrúi ásamt lögreglumönnum áttu að fylgja fólkinu til Egyptalands í morgun.„Við vorum í sambandi fyrir síðustu framkvæmd við barnavernd hælisleitenda í Hafnarfirði og það mun ekkert breytast,“ segir Guðbrandur. Fjölskyldan, sem hefur verið á landinu í rúm tvö ár, fékk lokaniðurstöðu hjá kærunefnd útlendingamála 18. nóvember 2019. Þá hófst 30 daga frestur til sjálfviljugrar heimfarar. Í millitíðinni óskaði fjölskyldan eftir því að kærunefndin frestaði réttaráhrifum úrskurðarins en þeirri beiðni var hafnað 8. janúar. Útlendingastofnun vísaði málinu til stoðdeildar ríkislögreglustjóra til framkvæmdar þann 13. janúar. Þá kom í ljós að tvö vegabréf rynnu út þann 28 janúar. Það tók stoðdeildina svo sex mánuði að fá ný vegabréf frá yfirvöldum í Egyptalandi. „Við erum að fara til fjarlægs lands, við þurfum að millilenda, við þurfum að fá aðstoð þar sem við erum með börn sem viljum að hafi það sem allra best í svona neikvæðri framkvæmd,“ segir Guðbrandur. Hann segir að þegar fjölskyldan verður flutt út landi verði sami háttur hafður á. Fulltrúar stoðdeildar séu sérfræðingar og reyni að vinna í samvinnu við alla aðila. „Við reynum eftir fremsta megni að koma þessu frá okkur þannig að öllum í slíkum neikvæðum ákvörðunum valdi ekki skaða, og þá sérstaklega börnunum,“ segir Guðbrandur. Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Fjölskyldunni var ekki vísað úr landi og ekki vitað um dvalarstað hennar Ekki var unnt að framkvæma frávísun egypskrar fjölskyldu frá landinu sem fara átti fram í morgun. 16. september 2020 10:02 Segjast ekki beita sér í einstaka málum Vísa á sex manna egypskri fjölskyldu úr landi á morgun sem sótt hefur um hæli hér á landi. 15. september 2020 14:19 Segir víst að Ibrahim Kehdr muni sæta pyntingum í Egyptalandi Sverrir Agnarsson er sérfróður um stöðu mála í Egyptalandi. 15. september 2020 11:58 Mótmæltu brottvísun egypsku fjölskyldunnar: „Áslaug Arna, martröð barna“ Nokkur fjöldi fólks kom saman við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu klukkan tíu til að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun egypskra hjóna og fjögurra barna þeirra aftur til heimalandsins. 15. september 2020 10:19 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Formleg leit er ekki hafin að sex manna egypskri fjölskyldu sem skilaði sér ekki þegar flytja átti hana úr landi í morgun. Yfirvöld vita ekki hvar fjölskyldan er niður komin. Fjölskyldan var ekki á dvalarstað sínum þegar fulltrúar stoðdeildar ríkislögreglustjóra mættu þangað í morgun til að fylgja þeim úr landi. Til stóð að þau myndu fljúga héðan til Amsterdam og þaðan til Kaíró í Egyptalandi en eins og fram hefur komið óttast fjölskyldan mjög að fara til heimalandsins þar sem þau segjast sæta ofsóknum. „Fjölskyldan er enn í felum og næstu skref hjá okkur er að undirbúa nýja framkvæmd,“ segir Guðbrandur Guðbrandsson, deildarstjóri stoðdeildarinnar. Engin formleg leit sé hafin. „Við förum bara rólega, stígum varlega til jarðar og höfum meðalhófsregluna í hávegum og reynum að gera þetta í samvinnu við alla aðila en hver næstu skref eru erum við bara að leggja fyrir okkur núna,“ segir Guðbrandur. Barnaverndarfulltrúi ásamt lögreglumönnum áttu að fylgja fólkinu til Egyptalands í morgun.„Við vorum í sambandi fyrir síðustu framkvæmd við barnavernd hælisleitenda í Hafnarfirði og það mun ekkert breytast,“ segir Guðbrandur. Fjölskyldan, sem hefur verið á landinu í rúm tvö ár, fékk lokaniðurstöðu hjá kærunefnd útlendingamála 18. nóvember 2019. Þá hófst 30 daga frestur til sjálfviljugrar heimfarar. Í millitíðinni óskaði fjölskyldan eftir því að kærunefndin frestaði réttaráhrifum úrskurðarins en þeirri beiðni var hafnað 8. janúar. Útlendingastofnun vísaði málinu til stoðdeildar ríkislögreglustjóra til framkvæmdar þann 13. janúar. Þá kom í ljós að tvö vegabréf rynnu út þann 28 janúar. Það tók stoðdeildina svo sex mánuði að fá ný vegabréf frá yfirvöldum í Egyptalandi. „Við erum að fara til fjarlægs lands, við þurfum að millilenda, við þurfum að fá aðstoð þar sem við erum með börn sem viljum að hafi það sem allra best í svona neikvæðri framkvæmd,“ segir Guðbrandur. Hann segir að þegar fjölskyldan verður flutt út landi verði sami háttur hafður á. Fulltrúar stoðdeildar séu sérfræðingar og reyni að vinna í samvinnu við alla aðila. „Við reynum eftir fremsta megni að koma þessu frá okkur þannig að öllum í slíkum neikvæðum ákvörðunum valdi ekki skaða, og þá sérstaklega börnunum,“ segir Guðbrandur.
Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Fjölskyldunni var ekki vísað úr landi og ekki vitað um dvalarstað hennar Ekki var unnt að framkvæma frávísun egypskrar fjölskyldu frá landinu sem fara átti fram í morgun. 16. september 2020 10:02 Segjast ekki beita sér í einstaka málum Vísa á sex manna egypskri fjölskyldu úr landi á morgun sem sótt hefur um hæli hér á landi. 15. september 2020 14:19 Segir víst að Ibrahim Kehdr muni sæta pyntingum í Egyptalandi Sverrir Agnarsson er sérfróður um stöðu mála í Egyptalandi. 15. september 2020 11:58 Mótmæltu brottvísun egypsku fjölskyldunnar: „Áslaug Arna, martröð barna“ Nokkur fjöldi fólks kom saman við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu klukkan tíu til að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun egypskra hjóna og fjögurra barna þeirra aftur til heimalandsins. 15. september 2020 10:19 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Fjölskyldunni var ekki vísað úr landi og ekki vitað um dvalarstað hennar Ekki var unnt að framkvæma frávísun egypskrar fjölskyldu frá landinu sem fara átti fram í morgun. 16. september 2020 10:02
Segjast ekki beita sér í einstaka málum Vísa á sex manna egypskri fjölskyldu úr landi á morgun sem sótt hefur um hæli hér á landi. 15. september 2020 14:19
Segir víst að Ibrahim Kehdr muni sæta pyntingum í Egyptalandi Sverrir Agnarsson er sérfróður um stöðu mála í Egyptalandi. 15. september 2020 11:58
Mótmæltu brottvísun egypsku fjölskyldunnar: „Áslaug Arna, martröð barna“ Nokkur fjöldi fólks kom saman við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu klukkan tíu til að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun egypskra hjóna og fjögurra barna þeirra aftur til heimalandsins. 15. september 2020 10:19