Segir að börnunum verði hugsanlega rænt af yfirvöldum við komuna til Egyptalands Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. september 2020 11:51 Fjölskyldan hefur dvalið á Íslandi í rúmlega 25 mánuði. Börnin tala góða íslensku og hafa aðlagast samfélaginu vel. vísir Fyrrverandi formaður félags múlima á Íslandi sem bjó um árabil í Eygyptalandi segir að egypsku börnunum sem vísa á úr landi verði hugsanlega rænt af yfirvöldum við komuna til landsins og fjölskyldufaðirinn pyntaður og fangelsaður. Hann tekur nú saman sviðsmynd sem hann ætlar að senda þar til bærum yfirvöldum á Íslandi. Fjölskyldan er enn í felum. Egypska fjölskyldan sem átti að vísa úr landi á miðvikudag er ófundin og ekki hefur verið tekin ákvörðun um að lýsa eftir henni. Þá er engin formleg leit hafi samkvæmt upplýsingum frá embætti Ríkislögreglustjóra. Sverrir Agnarsson, fyrrverandi formaður félags múslima á Íslandi sem bjó um árabil í Egyptalandi, sagði í viðtali á Vísi á dögunum að það væri aðeins spursmál um daga, eftir að fjölskyldan komi til Egyptalands, að þau lendi í yfirvöldum og fjölskyldufaðirinn í pyntingum og fangelsisvist. Hann vinnur nú að því að taka saman sviðsmynd af ástandinu sem hann ætlar að senda þar til bærum yfirvöldum. „Ég er að reyna koma frá mér einhvers konar skrifum um hvað getur gerst þegar þau koma til Egyptalands. Það er óheyrilega ógnvekjandi að þau verða afhent egypsku lögreglunni vegna þess að hún er mjög spillt og þeir pynta sjálfir, menn eru pyntaðir á lögreglustöð og þú ert raunverulega afhentur óvinunum því þeir eru framlenging herforingjanna,“ segir Sverrir. Sverrir Agnarsson, fyrrverandi formaður félags múslima á Íslandi, bjó um árabil í Egyptalandi. Hann grunar að þeir sem um málið fjalla hafi enga hugmynd um hvernig ástandið í Egyptalandi sé og telji jafnvel að Múslímska bræðralagið, sem fjölskyldufaðirinn var hluti af, séu hryðjuverkasamtök. Svo sé ekki. „Ef þau vissu bara tíu prósent af því sem er mest ógnvekjandi af því við þessa stöðu þá myndu þau aldrei senda nokkurn mann þarna. Þjóðin er klofin í tvennt og meðlimir bræðralagsins lenda illa í því og ef þessi maður er meðlimur þar þá er hann í vondum málum og það endar með því að hann verður tekinn og fangelsaður og það getur alveg verið að börnunum verði rænt. Þeir hafa stundað það að ræna börnum og halda þeim í viku og sleppa þeim svo. Það er ekkert hægt að senda fólk með þennan bakrunn til Egyptalands,“ segir Sverrir. Hann segir að Múslímska bræðralagið sé tiltölulega hófsöm hreyfing sem kosin var til valda á sínum tíma í lýðræðislegri kosningu. Bræðalagið hafi mátt sæta ofsóknum af hálfu AlQuaida og Isis vegna frjálslyndis. Hann vonast til að samantektin hafi áhrif á þá sem ráða. „Ég bara vona að þau taki sönsum. Ég ætla að vona að fólkið lesi þetta og það þarf ekkert að lesa lengi því áróðurinn gegn bræðalaginu í Egyptalandi er ógeðslegur. Þetta er löng hefð, alveg frá 1940, að þeir eru að senda ofbeldismenn að fremja ógæfuverk og svo er bræðralaginu alltaf kennt um það og þeir ofsóttir," segir Sverrir. Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Fjölskyldan er enn í felum: „Næstu skref eru að undirbúa nýja framkvæmd“ Formleg leit er ekki hafin að sex manna egypskri fjölskyldu sem skilaði sér ekki þegar flytja átti hana úr landi í morgun. Yfirvöld vita ekki hvar fjölskyldan er niður komin. 16. september 2020 20:00 Fjölskyldunni var ekki vísað úr landi og ekki vitað um dvalarstað hennar Ekki var unnt að framkvæma frávísun egypskrar fjölskyldu frá landinu sem fara átti fram í morgun. 16. september 2020 10:02 Segir víst að Ibrahim Kehdr muni sæta pyntingum í Egyptalandi Sverrir Agnarsson er sérfróður um stöðu mála í Egyptalandi. 15. september 2020 11:58 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Fyrrverandi formaður félags múlima á Íslandi sem bjó um árabil í Eygyptalandi segir að egypsku börnunum sem vísa á úr landi verði hugsanlega rænt af yfirvöldum við komuna til landsins og fjölskyldufaðirinn pyntaður og fangelsaður. Hann tekur nú saman sviðsmynd sem hann ætlar að senda þar til bærum yfirvöldum á Íslandi. Fjölskyldan er enn í felum. Egypska fjölskyldan sem átti að vísa úr landi á miðvikudag er ófundin og ekki hefur verið tekin ákvörðun um að lýsa eftir henni. Þá er engin formleg leit hafi samkvæmt upplýsingum frá embætti Ríkislögreglustjóra. Sverrir Agnarsson, fyrrverandi formaður félags múslima á Íslandi sem bjó um árabil í Egyptalandi, sagði í viðtali á Vísi á dögunum að það væri aðeins spursmál um daga, eftir að fjölskyldan komi til Egyptalands, að þau lendi í yfirvöldum og fjölskyldufaðirinn í pyntingum og fangelsisvist. Hann vinnur nú að því að taka saman sviðsmynd af ástandinu sem hann ætlar að senda þar til bærum yfirvöldum. „Ég er að reyna koma frá mér einhvers konar skrifum um hvað getur gerst þegar þau koma til Egyptalands. Það er óheyrilega ógnvekjandi að þau verða afhent egypsku lögreglunni vegna þess að hún er mjög spillt og þeir pynta sjálfir, menn eru pyntaðir á lögreglustöð og þú ert raunverulega afhentur óvinunum því þeir eru framlenging herforingjanna,“ segir Sverrir. Sverrir Agnarsson, fyrrverandi formaður félags múslima á Íslandi, bjó um árabil í Egyptalandi. Hann grunar að þeir sem um málið fjalla hafi enga hugmynd um hvernig ástandið í Egyptalandi sé og telji jafnvel að Múslímska bræðralagið, sem fjölskyldufaðirinn var hluti af, séu hryðjuverkasamtök. Svo sé ekki. „Ef þau vissu bara tíu prósent af því sem er mest ógnvekjandi af því við þessa stöðu þá myndu þau aldrei senda nokkurn mann þarna. Þjóðin er klofin í tvennt og meðlimir bræðralagsins lenda illa í því og ef þessi maður er meðlimur þar þá er hann í vondum málum og það endar með því að hann verður tekinn og fangelsaður og það getur alveg verið að börnunum verði rænt. Þeir hafa stundað það að ræna börnum og halda þeim í viku og sleppa þeim svo. Það er ekkert hægt að senda fólk með þennan bakrunn til Egyptalands,“ segir Sverrir. Hann segir að Múslímska bræðralagið sé tiltölulega hófsöm hreyfing sem kosin var til valda á sínum tíma í lýðræðislegri kosningu. Bræðalagið hafi mátt sæta ofsóknum af hálfu AlQuaida og Isis vegna frjálslyndis. Hann vonast til að samantektin hafi áhrif á þá sem ráða. „Ég bara vona að þau taki sönsum. Ég ætla að vona að fólkið lesi þetta og það þarf ekkert að lesa lengi því áróðurinn gegn bræðalaginu í Egyptalandi er ógeðslegur. Þetta er löng hefð, alveg frá 1940, að þeir eru að senda ofbeldismenn að fremja ógæfuverk og svo er bræðralaginu alltaf kennt um það og þeir ofsóttir," segir Sverrir.
Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Fjölskyldan er enn í felum: „Næstu skref eru að undirbúa nýja framkvæmd“ Formleg leit er ekki hafin að sex manna egypskri fjölskyldu sem skilaði sér ekki þegar flytja átti hana úr landi í morgun. Yfirvöld vita ekki hvar fjölskyldan er niður komin. 16. september 2020 20:00 Fjölskyldunni var ekki vísað úr landi og ekki vitað um dvalarstað hennar Ekki var unnt að framkvæma frávísun egypskrar fjölskyldu frá landinu sem fara átti fram í morgun. 16. september 2020 10:02 Segir víst að Ibrahim Kehdr muni sæta pyntingum í Egyptalandi Sverrir Agnarsson er sérfróður um stöðu mála í Egyptalandi. 15. september 2020 11:58 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Fjölskyldan er enn í felum: „Næstu skref eru að undirbúa nýja framkvæmd“ Formleg leit er ekki hafin að sex manna egypskri fjölskyldu sem skilaði sér ekki þegar flytja átti hana úr landi í morgun. Yfirvöld vita ekki hvar fjölskyldan er niður komin. 16. september 2020 20:00
Fjölskyldunni var ekki vísað úr landi og ekki vitað um dvalarstað hennar Ekki var unnt að framkvæma frávísun egypskrar fjölskyldu frá landinu sem fara átti fram í morgun. 16. september 2020 10:02
Segir víst að Ibrahim Kehdr muni sæta pyntingum í Egyptalandi Sverrir Agnarsson er sérfróður um stöðu mála í Egyptalandi. 15. september 2020 11:58