Auðvelt að leggja niður íslenskan landbúnað Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. september 2020 20:32 Ómar Helgason bóndi á bænum Lambhaga á Rangárvöllum þar sem rekið er myndarlegt félagsbú. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ómar Helgason, bóndi í Rangárvallasýslu segir mjög auðvelt að leggja íslenskan landbúnað niður og flytja allar landbúnaðarfurðir til landsins og leysa þannig upp öll störf á Íslandi, sem tengjast landbúnaði. Hann segir mjög erfitt að keppa við innflutning á kjöti. Á bænum Lambhaga á Rangárvöllum er rekið félagsbú af myndarskap þar sem eru kýr, kindu, holdakýr og holdanaut. Nýtt fjós er á bænum. Holdakýrnar sem eru 75 ganga með kálfana sína úti á túni en þeir ganga undir í átta til níu mánuði en þá eru þeir teknir á hús og aldir þar til þeim er slátrað. Ómar segir að staðan á kjötmarkaðnum sé erfið, verðin lækki og lækki á sama tíma og innflutningur eykst og eykst. „Það er hægt að flytja inn kjöt og borga einhvern smá toll og bjóða íslenska framleiðslu niður og í rauninni að leggja niður störf á Íslandi því að það er nú bara þannig að við getum flutt allt inn og leyst öll störf upp á Íslandi ef við viljum því það er alls staðar hægt að finna eitthvað ódýrara í heiminum, þetta á við iðnað og öll vinnandi verk því þau eru alls staðar ódýrari en á Íslandi,“ segir Ómar. Ómar segir ómögulegt að keppa við innflutning. „Já, ég held að stjórnvöld verði nú bara að hugsa það að landbúnaður á Íslandi á ekki að snúast um bændur, þetta snýst um störf í þéttbýli. Það eru þúsundir manna, sem hafa störf að landbúnaði, bændur eru tiltölulega fáir, við höldum landinu í byggð og erum verðir þess. Um 75 holdakýr eru m.a. á bænum þar sem kálfarnir ganga undir þeim þar til þeir eru teknir inn í hús og aldir upp í sláturstærð.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ómar segist furða sig á því að það sé ekki tilgreint á veitingastöðum hvort kjötið er íslenskt eða innflutt, neytendur hljóti að eiga rétt á því. „Já, það er dálítið sérstakt að við bændur þurfum að uppfylla fullt af skylirðum varðandi framleiðslu á kjöti, sem eru mjög góð að ég tel en svo eru veitingastaðir og aðrir sem geta selt kjöt án þess að tilgreina hvaðan það kemur. Við þurfum að gæta vel að merkingum þannig að fólk viti hvað það er að kaupa eins og á veitingastöðum og stórum mötuneytum, fólk veit ekkert hvað það er að borða, það borðar bara það sem er á disknum af því að það er vel upp alið, spyr ekki hvaðan það er er. Mér finnst að það eigi að vera réttur neytandans að vita hvaðan varan er, sem þú leggur þér til munns,“ segir Ómar. Rangárþing ytra Landbúnaður Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Ómar Helgason, bóndi í Rangárvallasýslu segir mjög auðvelt að leggja íslenskan landbúnað niður og flytja allar landbúnaðarfurðir til landsins og leysa þannig upp öll störf á Íslandi, sem tengjast landbúnaði. Hann segir mjög erfitt að keppa við innflutning á kjöti. Á bænum Lambhaga á Rangárvöllum er rekið félagsbú af myndarskap þar sem eru kýr, kindu, holdakýr og holdanaut. Nýtt fjós er á bænum. Holdakýrnar sem eru 75 ganga með kálfana sína úti á túni en þeir ganga undir í átta til níu mánuði en þá eru þeir teknir á hús og aldir þar til þeim er slátrað. Ómar segir að staðan á kjötmarkaðnum sé erfið, verðin lækki og lækki á sama tíma og innflutningur eykst og eykst. „Það er hægt að flytja inn kjöt og borga einhvern smá toll og bjóða íslenska framleiðslu niður og í rauninni að leggja niður störf á Íslandi því að það er nú bara þannig að við getum flutt allt inn og leyst öll störf upp á Íslandi ef við viljum því það er alls staðar hægt að finna eitthvað ódýrara í heiminum, þetta á við iðnað og öll vinnandi verk því þau eru alls staðar ódýrari en á Íslandi,“ segir Ómar. Ómar segir ómögulegt að keppa við innflutning. „Já, ég held að stjórnvöld verði nú bara að hugsa það að landbúnaður á Íslandi á ekki að snúast um bændur, þetta snýst um störf í þéttbýli. Það eru þúsundir manna, sem hafa störf að landbúnaði, bændur eru tiltölulega fáir, við höldum landinu í byggð og erum verðir þess. Um 75 holdakýr eru m.a. á bænum þar sem kálfarnir ganga undir þeim þar til þeir eru teknir inn í hús og aldir upp í sláturstærð.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ómar segist furða sig á því að það sé ekki tilgreint á veitingastöðum hvort kjötið er íslenskt eða innflutt, neytendur hljóti að eiga rétt á því. „Já, það er dálítið sérstakt að við bændur þurfum að uppfylla fullt af skylirðum varðandi framleiðslu á kjöti, sem eru mjög góð að ég tel en svo eru veitingastaðir og aðrir sem geta selt kjöt án þess að tilgreina hvaðan það kemur. Við þurfum að gæta vel að merkingum þannig að fólk viti hvað það er að kaupa eins og á veitingastöðum og stórum mötuneytum, fólk veit ekkert hvað það er að borða, það borðar bara það sem er á disknum af því að það er vel upp alið, spyr ekki hvaðan það er er. Mér finnst að það eigi að vera réttur neytandans að vita hvaðan varan er, sem þú leggur þér til munns,“ segir Ómar.
Rangárþing ytra Landbúnaður Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira