Enski boltinn

Leicester fær tyrkneskan landsliðsmann frá Roma

Ísak Hallmundarson skrifar
Cengiz Under.
Cengiz Under. getty/Andrea Staccioli

Leicester City í ensku úrvalsdeildinni hefur fengið tyrkneska landsliðsmanninn Cengiz Under á láni frá ítalska liðinu AS Roma.

Samningurinn virkar þannig að Leicester getur keypt leikmanninn næsta sumar. 

Under spilar vanalega úti á vængnum hægramegin og hefur skorað 17 mörk í 88 leikjum fyrir Roma og 6 mörk í 21 leik fyrir Tyrkland. Under er fjórði leikmaðurinn sem Leicester fær til sín í sumar. Hann mun væntanlega ekki vera tilbúinn til að spila fyrir Leicester gegn Burnley í kvöld en verður að öllum líkindum í leikmannahópnum næstu helgi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.