Innlent

Allt að 90 með beinar tengingar við Irishman og Brewdog

Birgir Olgeirsson skrifar
The Irishman pub við Klapparstíg
The Irishman pub við Klapparstíg Vísir/Vilhelm

172 greindust hafa greinst með veiruna innanlands síðan á mánudag. Af þeim hafa allt að 90 beinar tengingar við barinn Irishman og veitingastaðinn BrewDog í miðborg Reykjavíkur.

Þetta segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu.

„Það er komnir allt í kringum 90 einstaklingar sem hafa greinst síðustu daga þar sem einu sameiginlegu tengipunktarnir virðast vera í kringum þessa staði,“ segir Víðir.

Hann segir að enn sé unnið með eigendum þessara staða að smitrakningu.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm

„Ég legg áherslu á að þessir staðir voru með allt sitt á hreinu og gerðu allt rétt. Það er líka áhyggjuefni í sjálfu sér að þó staðir séu algjörlega til fyrirmyndar þá komi svona mörg smit upp. En það er ekki við staðina að sakast sýnist okkur.“

Víðir Reynisson sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær að yfirvöld teldu sig ekki hafa leyfi til að upplýsa um nöfn staða í miðborginni þar sem smit höfðu komið upp. Yfirvöld hefðu þó ýtt á staðina um að stíga fram til að auðvelda við smitrakningu og koma böndum á hópsýkinguna. Greint hafði verið frá nafni barsins Irishman og veitingastaðarins BrewDog. Eigendur þeirra staða kusu að gera það. Þrír staðir til viðbótar voru þó undir.

Voru þeir sem sóttu Irishman frá 16 til 23 föstudaginn 11. september hvattir til að fara í sýnatöku. Þeir sem sóttu Brewdog dagana 11. og 12. september voru einnig hvattir til að fara í sýnatöku. Var starfsmaður Brewdog talinn hafa smitast af viðskiptavini. 

BrewDog er á horni Frakkastígs og Hverfisgötu.Vísir/Birgir

Forstjóri Persónuverndar sagði í gær að ekki persónuverndarlöggjöfin kæmi ekki í veg fyrir að yfirvöld myndu greina frá nafni staðanna. Almannahagsmunir og heilsa trompuðu ávallt viðskiptahagsmuni fyrirtækja. Víðir sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að lögfræðingar almannavarnadeildar væru að fara yfir stöðuna. Sú yfirferð leiddi í ljós að yfirvöld mættu greina frá nafni þessara staða.

Í tilkynningu frá almannavörnum í gær kom fram að ekki þætti tilefni til að greina frá nöfnum þessara þriggja staða því þeir hefðu mjög óljósa tengingu við smitaða.

„Smitrakningateymið er búið að útiloka þessa staði sem einhverjar tengingar. Það er ein af ástæðunum fyrir tregðunni við að nefna einhverja staði. Þetta tekur alltaf nokkra daga í smitrakningunni að verða alveg vissir um tengingarnar. Við viljum ekki kasta einhverju fram sem síðan kemur í ljós að er ekki rétt,“ segir Víðir í samtali við Vísi. 


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×