Innlent

Þórólfur segir ekki tilefni til hertra aðgerða að svo stöddu

Samúel Karl Ólason skrifar
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Mynd/Almannavarnir

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist ekki telja tilefni til hertra sóttvarnaraðgerða að svo stöddu. Það er vegna þess hve mikið færri greindust smitaðir í gær borið saman við þá sem greindust í fyrradag.

38 greindust smitaðir af Covid-19 í gær og 75 í fyrrdag.

„Við höfum reynt að gera þetta eins milt og hætt er. Ekki með of miklum fórnarkostnaði,“ sagði Þórólfur í þættinum Sprengisandi á Bylgunni í morgun.

Hann sagði að miðað við þá miklu fækkun sem hafi orðið á milli daga finnist honum ekki „vera tilefni núna til að fara í harðar aðgerðir, heldur halda áfram með það sem við byrjuðum á í gær og sjá til.“

Fari fjöldi smitaðra að aukast verulega á nýjan leik, gæti verið þörf á harðari aðgerðum.


Tengdar fréttir

Boða til upplýsingafundar

Boðað hefur verið til upplýsingafundar klukkan 14 í dag. Þar munu Þórólfur Guðnason og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ræða málin. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×