Innlent

80 manna unglingapartí: Var lítið í byrjun og spurðist út

Birgir Olgeirsson skrifar
Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu.
Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm

„Þetta gerist oft þegar krakkar byrja með eitthvað lítið partí og það spyrst út,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu um eftirlitslaust unglingapartí í heimahúsi í Kópavogi sem lögreglan leysti upp í gærkvöldi.

62 krakkar voru reknir úr húsinu og voru um það bil 20 fyrir utan það þegar lögreglu bar að garði. Enginn fullorðinn var á vettvangi og náðist ekki í föður húsráðanda. Ættingi var fenginn á vettvang sem tók að sér táninginn sem hélt partíið.

Ásgeir Þór segir málið tilkynnt til barnaverndar því það varðar unglinga undir átján ára aldri. Sá sem hélt partíið er 16 ára.

„Það var svolítil ölvun þarna,“ segir Ásgeir og bætir við aðspurður að forráðamenn hafi ekki verið hressir þegar þeir heyrðu af málinu. 


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.