Enski boltinn

Endurkoma hjá Bale

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bale er kominn aftur í enska boltann.
Bale er kominn aftur í enska boltann. vísir/getty

Gareth Bale hefur skrifað undir eins árs lánssamning við Tottenham og mun leika með liðinu út komandi leiktíð.

Walesverjinn kemur á láni frá Real Madrid þar sem hann hefur verið á mála frá því árið 2013 er hann var keyptur frá Tottenham.

Hann skoraði rúmlega hundrað mörk á tíma sínum hjá Real og vann fjórum sinnum Meistaradeildina með liðinu. Skoraði hann m.a. tvö mörk í einum úrslitaleiknum.

Meiðsli og ósætti við þjálfarann Zinedine Zidane hefur gert það að verkum að Bale hefur ekki spilað mikið undanfarið ár og mun hann því nú leika með Tottenham út leiktíðina.

Hann kom sautján ára til Tottenham, árið 2007, er hann kom frá Southampton á fimm milljónir punda en hann var svo seldur á 85 milljónir punda til Real árið 2013.

Bale er 31 árs en Tottenham tapaði í fyrstu umferðinni gegn Everton. Bale er annar leikmaðurinn sem Tottenham fær í dag því fyrr í dag skrifaði bakvörðurinn Sergio Reguilón undir fimm ára samning við félagið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.