Fótbolti

Wolves fær leikmann frá Liverpool

Ísak Hallmundarson skrifar
Hoever er genginn til liðs við Wolves.
Hoever er genginn til liðs við Wolves.

Hollendingurinn Ki-Jana Hoever er genginn í raðir Wolves í ensku úrvalsdeildinni frá Liverpool.

Hoever er 18 ára gamall varnarmaður sem hefur fengið tækifæri í bikarleikjum með aðalliði Liverpool en á enn eftir að spila í ensku úrvalsdeildinni. Wolves hafði áður í sumar keypt 18 ára gamlan leikmann í framherjanum Fabio Silva.

Kaupverðið sem Úlfarnir þurfa að borga Liverpool er talið 13,5 milljónir punda. Diogo Jota er á sama tíma við það að ganga til liðs við Liverpool frá Wolves.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.