Fótbolti

Aston Villa fær liðsstyrk frá Frakklandi

Ísak Hallmundarson skrifar
Bertrand Traoré er genginn til liðs við Aston Villa.
Bertrand Traoré er genginn til liðs við Aston Villa. getty/Catherine Steenkeste

Aston Villa hefur gengið frá kaupum á framherjanum Bertrand Traoré. Traoré er 25 ára framherji sem kemur til enska liðsins frá Lyon í Frakklandi en hann er landsliðsmaður Búrkína Fasó.

Traoré á sér forsögu á Englandi en hann var á mála hjá Chelsea á árunum 2013-2017 og lék samtals 16 leiki fyrir liðið og skoraði fjögur mörk.

Með Lyon undanfarin þrjú ár lék hann 125 leiki og skoraði 33 mörk. Hann tók meðal annars þátt í Meistaradeildarævintýri Lyon á þessu ári er liðið komst í undanúrslit keppninnar.

Traoré mun keppa við Ollie Watkins um byrjunarliðssæti í framlínu Aston Villa en framherjinn Wesley mun vera lengi frá vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×