Erlent

Afkastamiklir bókaþjófar stálu bókum að andvirði hálfs milljarðs króna

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Um tvö hundruð afar verðmætar bækur fundust við húsleit lögreglu í Rúmeníu.
Um tvö hundruð afar verðmætar bækur fundust við húsleit lögreglu í Rúmeníu. Metropolitan police

Lögreglan í Lundúnum greindi frá því í yfirlýsingu í dag að um tvö hundruð afar verðmætar bækur, sem hafði verið stolið í Bretlandi árið 2017, hefðu fundist í verksmiðju í Rúmeníu á miðvikudag við húsleit lögreglu. Þjófarnir höfðu komið þeim fyrir undir gólffjölum verksmiðjunnar.

Bækurnar eru sagðar gríðarlega verðmætar, bæði peningalega en einnig menningarlega. Á meðal bókanna sem var stolið mátti finna frumútgáfur eftir Galíleó, Isaak Newton og nær ófáanleg eintök af skrifum Dantes. Þýfið er metið á tæpan hálfan milljarð króna.

Þjófarnir eru hluti af rúmensku mafíunni en bækurnar fundust í húsleit staðarlögreglu. Talið er að þeir hafi brotist inn í vöruhús í Feltham í Lundúnum og haft bækurnar með sér á brott.

Húsleit lögreglunnar og bókafundurinn er liður í umfangsmiklu verkefni lögreglu gegn skipulagðri glæpastarfsemi í Bretlandi, Rúmeníu og Ítalíu. Húsleitin í rúmensku verksmiðjunni er aðeins ein en af fjörutíu og fimm sem lögregla hefur ráðist í vegna glæpahringsins. Þrettán hafa verið ákærðir en tólf þeirra hafa þegar játað sök.

„Bækurnar eru gríðarlega verðmætar, en umfram allt eru þær óbætanlegar og hafa mikla þýðingu fyrir menningarlega arfleifð,“ segir Andy Durham, lögregluvarðstjóri í samtali við BBC.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.