Erlent

Stappaði ítrekað á höfði 63 ára manns

Samúel Karl Ólason skrifar
Árásin þykir mjög grimmileg.
Árásin þykir mjög grimmileg.

Lögreglan í London leitar nú manns sem réðst grimmilega á 63 ára gamlan mann í strætó. Fórnarlamb árásarinnar var á leið heim úr vinnu þegar ráðist var á hann í síðasta mánuði. Hann var kýldur ítrekað og stappaði árásarmaðurinn nokkrum sinnum á höfði hans áður en hann flúði. Maðurinn sem ráðist var á man ekki eftir árásinni en lögreglan telur að árásarmaðurinn hafi orðið fúll vegna andlitsgrímu.

Myndbönd úr öryggisvélum strætisvagnsins sína að árásarmaðurinn var með grímu en hún var ekki fyrir vitjum hans. Fórnarlambið, sem var með grímu fyrir vitjum sínum, reyndi að halda sig fjarri árásarmanninum en sá brást reiður við. Hann elti eldri manninn og gekk í skrokk á honum.

Lögreglan hefur birt myndefnið í von um að almenningur geti vísað þeim á árásarmanninn.

„Þetta var algerlega tilefnislaus og grimm ára og okkur er nauðsynlegt að ræða við þennan mann,“ hefur Sky News eftir lögregluþjóni sem kemur að rannsókninni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×