Erlent

Netflix-stjarna ákærð fyrir framleiðslu barnaníðsefnis

Sylvía Hall skrifar
Jerry Harris sést hér lengst til hægri.
Jerry Harris sést hér lengst til hægri. Vísir/Getty

Jeremiah Harris hefur verið ákærður fyrir framleiðslu barnaníðsefnis, en hann er sakaður um að hafa tælt dreng undir lögaldri til þess að senda sér myndir og myndbönd. Jeremiah, sem er betur þekktur sem Jerry, vakti mikla athygli í klappstýruþáttaröðinni Cheer sem frumsýnd var á Netflix fyrr á þessu ári.

Myndirnar og myndböndin voru af dreng sem Harris kynntist á Internetinu. Drengurinn tilkynnti honum að hann væri aðeins þrettán ára gamall þegar þeir ræddu fyrst saman.

Harris, sem er 21 árs gamall, játaði að hafa falast eftir myndunum og myndunum sem og að tekið við þeim samkvæmt gögnum sem lögð voru fyrir dómara. Talsmaður hans hafnaði þó ásökununum að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins um málið.

Verði Harris fundinn sekur gæti hann átt þrjátíu ára fangelsisdóm yfir höfði sér.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.