Gareth Bale á leiðinni inn hjá Tottenham en Dele Alli líklega á leiðinni út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2020 09:00 Gareth Bale varð að stórstjörnu hjá Tottenham en hér fagnar hann marki á gamla White Hart Lane. EPA/ANDY RAIN Tottenham stendur í stórræðum þessa dagana með því að reyna að endurheimta fyrrum dýrasta leikmann heims. Guardian, BBC og fleiri enskir miðlar segja frá því að Gareth Bale sé mjög nálægt því að snúa aftur til Tottenham. Það eru margir spenntir að sjá Gareth Bale aftur í ensku úrvalsdeildinni og ekki síst að sjá þennan öfluga leikmenn spila fótbolta eftir alla bekkjarsetuna hjá Real Madrid að undanförnu. Gareth Bale is on the verge of agreeing a deal with Tottenham!Full story: https://t.co/mu94vHVzgR pic.twitter.com/kDKTVQzbik— BBC Sport (@BBCSport) September 17, 2020 Jonathan Barnett, umboðsmaður Gareth Bale, talaði um það við fjölmiðla í gærkvöldi að þeir væru nálægt því að ganga frá samningi og hlutirnir gætu gengið hratt fyrir sig á næstunni. Tottenham fær Gareth Bale þá á láni frá spænska stórliðinu en knattspyrnustjórinn Zinedine Zidane hjá Real Madrid telur sig ekki geta notað einn besta knattspyrnumann heims. Gareth Bale hefur ekki viljað fara frá Real Madrid undanfarin ár þrátt fyrir að félagið vilji augljóslega losna við hann. Það spilar mest inn í launin sem Gareth Bale er að fá hjá Real Madrid. Hann vill ekki missa þau enda með einn besta samnniginn í knattspyrnuheiminum. Tottenham close to re-signing Gareth Bale on loan from Real Madrid. By @DaveHytner https://t.co/QSGpb6yNwe pic.twitter.com/eLf3vE5QOw— Guardian sport (@guardian_sport) September 17, 2020 Gareth Bale er að fá um 600 þúsund pund í laun á viku eða meira en 106 milljónir íslenskra króna. Það er ljóst að Tottenham mun taka á sig hluta af þessum launum og samningaviðræðurnar snúast væntanlega um það hversu mikinn hluta Tottenham menn borga. Gareth Bale hefur spilað með Real Madrid frá árinu 2013 þegar Real keypti hann fyrir metfé frá Tottenham. Bale lék með Tottenham frá 2007 til 2013 og varð að heimsklassa leikmanni hjá félaginu. Gareth Bale er enn bara 31 árs gamall og ætti því að vera enn á toppnum sem knattspyrnumaður. With Gareth Bale an option for Spurs this transfer window, Dele Alli may find himself leaving the club, being left out of the Europa league squad. Exclusive by @Matt_Law_DT and @SamWallaceTel https://t.co/Bvz674yZds— Telegraph Sport (@TelegraphSport) September 17, 2020 Á sama tíma og Gareth Bale er út í kuldanum hjá Zidane þá virðist Jose Mourinho, knattspynustjóri Tottenham, ekki hafa not fyrir enska landsliðsmanninn Dele Alli. Ensku miðlarnir telja að Dele Alli sé á leiðinni frá Tottenham en hann er ekki í leikmannahópi liðsins í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Dele Alli er ekki meiddur en Jose Mouringo hefur gagnrýnt hann fyrir leti á æfingum og það lítur út fyrir að Alli sé enn ein stórstjarnan sem kemst upp á kant við Mourinho. Jose tók hann af velli í hálfleik á fyrsta leik Tottenham á tímaiblinu. Tottenham mætir í kvöld Lokomotiv Plovdiv í Búlgaríu í forkeppni Evrópudeildarinnar og kannski skýrast þessi mál ekki endanlega fyrr en eftir þann leik. Enski boltinn Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Fleiri fréttir Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Sjá meira
Tottenham stendur í stórræðum þessa dagana með því að reyna að endurheimta fyrrum dýrasta leikmann heims. Guardian, BBC og fleiri enskir miðlar segja frá því að Gareth Bale sé mjög nálægt því að snúa aftur til Tottenham. Það eru margir spenntir að sjá Gareth Bale aftur í ensku úrvalsdeildinni og ekki síst að sjá þennan öfluga leikmenn spila fótbolta eftir alla bekkjarsetuna hjá Real Madrid að undanförnu. Gareth Bale is on the verge of agreeing a deal with Tottenham!Full story: https://t.co/mu94vHVzgR pic.twitter.com/kDKTVQzbik— BBC Sport (@BBCSport) September 17, 2020 Jonathan Barnett, umboðsmaður Gareth Bale, talaði um það við fjölmiðla í gærkvöldi að þeir væru nálægt því að ganga frá samningi og hlutirnir gætu gengið hratt fyrir sig á næstunni. Tottenham fær Gareth Bale þá á láni frá spænska stórliðinu en knattspyrnustjórinn Zinedine Zidane hjá Real Madrid telur sig ekki geta notað einn besta knattspyrnumann heims. Gareth Bale hefur ekki viljað fara frá Real Madrid undanfarin ár þrátt fyrir að félagið vilji augljóslega losna við hann. Það spilar mest inn í launin sem Gareth Bale er að fá hjá Real Madrid. Hann vill ekki missa þau enda með einn besta samnniginn í knattspyrnuheiminum. Tottenham close to re-signing Gareth Bale on loan from Real Madrid. By @DaveHytner https://t.co/QSGpb6yNwe pic.twitter.com/eLf3vE5QOw— Guardian sport (@guardian_sport) September 17, 2020 Gareth Bale er að fá um 600 þúsund pund í laun á viku eða meira en 106 milljónir íslenskra króna. Það er ljóst að Tottenham mun taka á sig hluta af þessum launum og samningaviðræðurnar snúast væntanlega um það hversu mikinn hluta Tottenham menn borga. Gareth Bale hefur spilað með Real Madrid frá árinu 2013 þegar Real keypti hann fyrir metfé frá Tottenham. Bale lék með Tottenham frá 2007 til 2013 og varð að heimsklassa leikmanni hjá félaginu. Gareth Bale er enn bara 31 árs gamall og ætti því að vera enn á toppnum sem knattspyrnumaður. With Gareth Bale an option for Spurs this transfer window, Dele Alli may find himself leaving the club, being left out of the Europa league squad. Exclusive by @Matt_Law_DT and @SamWallaceTel https://t.co/Bvz674yZds— Telegraph Sport (@TelegraphSport) September 17, 2020 Á sama tíma og Gareth Bale er út í kuldanum hjá Zidane þá virðist Jose Mourinho, knattspynustjóri Tottenham, ekki hafa not fyrir enska landsliðsmanninn Dele Alli. Ensku miðlarnir telja að Dele Alli sé á leiðinni frá Tottenham en hann er ekki í leikmannahópi liðsins í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Dele Alli er ekki meiddur en Jose Mouringo hefur gagnrýnt hann fyrir leti á æfingum og það lítur út fyrir að Alli sé enn ein stórstjarnan sem kemst upp á kant við Mourinho. Jose tók hann af velli í hálfleik á fyrsta leik Tottenham á tímaiblinu. Tottenham mætir í kvöld Lokomotiv Plovdiv í Búlgaríu í forkeppni Evrópudeildarinnar og kannski skýrast þessi mál ekki endanlega fyrr en eftir þann leik.
Enski boltinn Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Fleiri fréttir Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Sjá meira