Fótbolti

Leeds úr leik eftir vítaspyrnukeppni | Búið að draga í næstu um­ferð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn Hull City reyndust betri á punktinum heldur en leikmenn Leeds.
Leikmenn Hull City reyndust betri á punktinum heldur en leikmenn Leeds. Phil Noble/Getty Images

Fjórum af fimm leikjum í enska deildarbikarnum er nú lokið. Leeds United er úr leik í enska deildarbikarnum eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Hull City á heimavelli í kvöld. Southampton tapaði á heimavelli á meðan Fulham og West Bromwich Albion eru komin áfram í 32-liða úrslit keppninnar.

Leeds lenti undir strax á 5. mínútu og jafnaði ekki metin fyrr en í uppbótartíma. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni og þar voru það leikmenn Hull City sem höfðu betur, 9-8. Það verður því Hull sem mætir West Ham United í næstu umferð.

Aleksandar Mitrović skoraði eina mark Fulham er liðið lagði C-deildarlið Ipsiwch Town á útivelli. West Bromwich Albion átti ekki í miklum vandræðum með Harrogate Town á heimavelli. Lokatölur þar 3-0 þökk sé mörkum Rakeem Harper, Hal Robson-Kanu og Callum Robinson. 

Brentford gerði sér svo lítið fyrir og vann Southampton á útivelli með tveimur mörkum gegn engu.

Leik Everton og Salford City ekki lokið en staðan er 2-0 Everton í vil. Michael Keane skoraði markið með góðum skalla eftir hornspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar í fyrri hálfleik og Gylfi Þór skoraði svo sjálfur í síðari hálfleik.

Þá eru þrír leikir á morgun. Burnley og Sheffield United mætast í stórleik dagsins, Wolverhampton Wanderers fá Stoke City í heimsókn og að lokum mætir Portsmouth á Amex-völlinn og spila við heimamenn í Brighton & Hove Albion.

32-liða úrslit

Bristol City/Northampton Town - Aston Villa

Chelsea - Barnsley

Fleetwood Town - Everton

Fulham - Sheffield Wednesday

Leicester City - Arsenal

Leyton Orient - Tottenham Hotspur

Luton Town - Manchester United

Manchester City - AFC Bournemouth

Millwall - Burnley/Sheffield United

Morecambe - Newcastle United

Newport County - Watford

Preston North End - Brighton/Portsmouth

West Brom - Brentford

West Ham United - Hull City

Wolves/Stoke City - Gillingham

Allir leikirnir fara fram þann 22. september.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.