Fótbolti

Leeds úr leik eftir vítaspyrnukeppni | Búið að draga í næstu um­ferð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn Hull City reyndust betri á punktinum heldur en leikmenn Leeds.
Leikmenn Hull City reyndust betri á punktinum heldur en leikmenn Leeds. Phil Noble/Getty Images

Fjórum af fimm leikjum í enska deildarbikarnum er nú lokið. Leeds United er úr leik í enska deildarbikarnum eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Hull City á heimavelli í kvöld. Southampton tapaði á heimavelli á meðan Fulham og West Bromwich Albion eru komin áfram í 32-liða úrslit keppninnar.

Leeds lenti undir strax á 5. mínútu og jafnaði ekki metin fyrr en í uppbótartíma. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni og þar voru það leikmenn Hull City sem höfðu betur, 9-8. Það verður því Hull sem mætir West Ham United í næstu umferð.

Aleksandar Mitrović skoraði eina mark Fulham er liðið lagði C-deildarlið Ipsiwch Town á útivelli. West Bromwich Albion átti ekki í miklum vandræðum með Harrogate Town á heimavelli. Lokatölur þar 3-0 þökk sé mörkum Rakeem Harper, Hal Robson-Kanu og Callum Robinson. 

Brentford gerði sér svo lítið fyrir og vann Southampton á útivelli með tveimur mörkum gegn engu.

Leik Everton og Salford City ekki lokið en staðan er 2-0 Everton í vil. Michael Keane skoraði markið með góðum skalla eftir hornspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar í fyrri hálfleik og Gylfi Þór skoraði svo sjálfur í síðari hálfleik.

Þá eru þrír leikir á morgun. Burnley og Sheffield United mætast í stórleik dagsins, Wolverhampton Wanderers fá Stoke City í heimsókn og að lokum mætir Portsmouth á Amex-völlinn og spila við heimamenn í Brighton & Hove Albion.

32-liða úrslit

Bristol City/Northampton Town - Aston Villa

Chelsea - Barnsley

Fleetwood Town - Everton

Fulham - Sheffield Wednesday

Leicester City - Arsenal

Leyton Orient - Tottenham Hotspur

Luton Town - Manchester United

Manchester City - AFC Bournemouth

Millwall - Burnley/Sheffield United

Morecambe - Newcastle United

Newport County - Watford

Preston North End - Brighton/Portsmouth

West Brom - Brentford

West Ham United - Hull City

Wolves/Stoke City - Gillingham

Allir leikirnir fara fram þann 22. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×