Tveir nemendur við HR smitaðir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. september 2020 16:46 Á fjórða þúsund hafa stundað nám við HR árlega undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Tveir nemendur við Háskólann í Reykjavík eru smitaðir af Covid-19. Þetta kemur fram í tölvupósti viðbragðsteymis skólans vegna Covid-19 til nemenda. Fram kom fyrr í dag að nemandi við HR, sem er starfsnemi hjá Íslenskri erfðagreiningu og var síðast við vinnu síðastliðinn fimmtudag, hefði smitast af veirunni. Hvorugur nemendanna hefur verið í húsakynnum Háskólans í Reykjavík síðan fyrir helgi. „Eins og alltaf, þá vinnur smitrakningarteymi að rakningu og ákvörðunum um sóttkví. HR er og verður þeim til aðstoðar við þá vinnu,“ segir í bréfinu. Sótthreinsað á milli hópa Minnt er á að ávallt sé gripið til viðeigandi ráðstafana innan HR komi upp smit meðal nemenda. „Ef þörf er á, er tryggt að sá hópur sem nemandi tilheyrir sinni námi heiman frá sér uns staðan skýrist. Allar skólastofur eru sótthreinsaðar að morgni og á milli nemendahópa. Sameiginleg rými og snertifletir eru sótthreinsuð a.m.k. daglega. Það er því tryggt að öll þau svæði sem nemandi hefur verið á hafa verið sótthreinsuð vel,“ segir í póstinum. Smitrakningarteymi vinnur að rakningu og ákvörðunum um sóttkví. HR er og verði teyminu til aðstoðar við vinnuna. „Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur greint frá því í fjölmiðlum að fyrirtækið hyggist bjóða nemendum og starfsfólki HR skimun. Við tökum slíku boði vel og reiknum með að heyra frá Íslenskri erfðagreiningu í dag varðandi útfærslu á því.“ Nemendur eru minntir á að sinna vel eigin sóttvörnum og halda sig heima við ef þeir finna til flensueinkenna. Mikið af veiru í fólkinu Þrettán greindust með veiruna innanlands í gær og var aðeins einn í sóttkví. Ekki hafa fleiri greinst sýktir innanlands á einum sólarhring síðan 6. ágúst þegar sextán greindust. „Þetta er dreift víða um samfélagið. Þetta er fólk sem var ekki í sóttkví, aðeins einn þeirra. Fólkið var með lágar CT-tölur sem gefur til kynna að það sé með mikið af veiru í sér,“ segir Kári og bætir við: „Við verðum að búa okkur undir nýja bylgju eftir eina til tvær vikur. Ég er ekki að segja að líkurnar séu yfirþyrmandi en nægjanlegar til þess að við eigum að búa okkur undir það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Við verðum að búa okkur undir nýja bylgju eftir eina til tvær vikur" 16. september 2020 13:03 Allir með „grænu veiruna“ Sóttvarnalæknir segir þá þrettán sem greindust innanlands í gær vera með sama afbrigði veirunnar og hefur valdið usla hér á landi síðan í sumar. 16. september 2020 15:42 Tveir starfsmenn HÍ á meðal nýsmitaðra Annar starfar í Aðalbyggingu en hinn er með skrifstofu í Odda. 16. september 2020 13:24 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Sjá meira
Tveir nemendur við Háskólann í Reykjavík eru smitaðir af Covid-19. Þetta kemur fram í tölvupósti viðbragðsteymis skólans vegna Covid-19 til nemenda. Fram kom fyrr í dag að nemandi við HR, sem er starfsnemi hjá Íslenskri erfðagreiningu og var síðast við vinnu síðastliðinn fimmtudag, hefði smitast af veirunni. Hvorugur nemendanna hefur verið í húsakynnum Háskólans í Reykjavík síðan fyrir helgi. „Eins og alltaf, þá vinnur smitrakningarteymi að rakningu og ákvörðunum um sóttkví. HR er og verður þeim til aðstoðar við þá vinnu,“ segir í bréfinu. Sótthreinsað á milli hópa Minnt er á að ávallt sé gripið til viðeigandi ráðstafana innan HR komi upp smit meðal nemenda. „Ef þörf er á, er tryggt að sá hópur sem nemandi tilheyrir sinni námi heiman frá sér uns staðan skýrist. Allar skólastofur eru sótthreinsaðar að morgni og á milli nemendahópa. Sameiginleg rými og snertifletir eru sótthreinsuð a.m.k. daglega. Það er því tryggt að öll þau svæði sem nemandi hefur verið á hafa verið sótthreinsuð vel,“ segir í póstinum. Smitrakningarteymi vinnur að rakningu og ákvörðunum um sóttkví. HR er og verði teyminu til aðstoðar við vinnuna. „Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur greint frá því í fjölmiðlum að fyrirtækið hyggist bjóða nemendum og starfsfólki HR skimun. Við tökum slíku boði vel og reiknum með að heyra frá Íslenskri erfðagreiningu í dag varðandi útfærslu á því.“ Nemendur eru minntir á að sinna vel eigin sóttvörnum og halda sig heima við ef þeir finna til flensueinkenna. Mikið af veiru í fólkinu Þrettán greindust með veiruna innanlands í gær og var aðeins einn í sóttkví. Ekki hafa fleiri greinst sýktir innanlands á einum sólarhring síðan 6. ágúst þegar sextán greindust. „Þetta er dreift víða um samfélagið. Þetta er fólk sem var ekki í sóttkví, aðeins einn þeirra. Fólkið var með lágar CT-tölur sem gefur til kynna að það sé með mikið af veiru í sér,“ segir Kári og bætir við: „Við verðum að búa okkur undir nýja bylgju eftir eina til tvær vikur. Ég er ekki að segja að líkurnar séu yfirþyrmandi en nægjanlegar til þess að við eigum að búa okkur undir það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Við verðum að búa okkur undir nýja bylgju eftir eina til tvær vikur" 16. september 2020 13:03 Allir með „grænu veiruna“ Sóttvarnalæknir segir þá þrettán sem greindust innanlands í gær vera með sama afbrigði veirunnar og hefur valdið usla hér á landi síðan í sumar. 16. september 2020 15:42 Tveir starfsmenn HÍ á meðal nýsmitaðra Annar starfar í Aðalbyggingu en hinn er með skrifstofu í Odda. 16. september 2020 13:24 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Sjá meira
Allir með „grænu veiruna“ Sóttvarnalæknir segir þá þrettán sem greindust innanlands í gær vera með sama afbrigði veirunnar og hefur valdið usla hér á landi síðan í sumar. 16. september 2020 15:42
Tveir starfsmenn HÍ á meðal nýsmitaðra Annar starfar í Aðalbyggingu en hinn er með skrifstofu í Odda. 16. september 2020 13:24