Allir með „grænu veiruna“ Birgir Olgeirsson skrifar 16. september 2020 15:42 Þórólfur Guðnason segir þá þrettán sem greindust með veiruna innanlands í gær ákveðin vonbrigði. Aðeins einn var í sóttkví. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir þá þrettán sem greindust innanlands í gær vera með sama afbrigði veirunnar og hefur valdið usla hér á landi síðan í sumar. Smitrakningateymið hefur kallað afbrigðið „grænu veiruna“ en fyrsta tilfelli hennar kom upp á höfuðborgarsvæðinu 25. júlí og hefur skotið upp kollinum um allt land. Hefur hún til að mynda valdið hópsýkingu á Akranesi í byrjun ágúst og hópsýkingu sem tengd var við Hótel Rangá. „Þetta eru vonbrigði að fá þennan topp núna. Það sem er alvarlegra er hversu fáir eru í sóttkví og hversu lítil tengsl eru á milli þeirra sem eru að greinast, sem vekur áhyggjur að þetta sé dreifðara þetta smit en við vonuðumst til,“ segir Þórólfur en aðeins einn var í sóttkví af þessum þrettán. Hér má sjá viðtal sem tekið var við Þórólf í dag Hann segir sóttvarnayfirvöld hafa gripið til þess ráðs að leggjast í víðtækari skimanir en áður. Ráðist verður í skimanir í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Þá hefur Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins verið beðin um að gera úrtak á höfuðborgarsvæðinu til að sjá hver útbreiðslan er. Þeir sem greindust í gær teljast ungt fólk, utan eins eldri einstaklings sem hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús en þó ekki á gjörgæslu. Með þessum víðtæku skimunum verðu hægt að leggja mat á hvort búast megi við fleiri „toppum“ eins og sóttvarnalæknir orðar það. Fer ekki á taugum „Þessi eini toppur er ekki svo alvarlegur í sjálfu sér en við viljum vera á undan atburðarásinni,“ segir Þórólfur. Hann telur ekki ástæðu til að ráðast í harðari sóttvarnaaðgerðir innanlands. Spurður hvort fólk hafi slakað of mikið á persónubundnum sóttvörnum samhliða því að yfirvöld hafa slakað á tilmælum, segir Þórólfur ekki gott að segja til um það. „Þetta verður ekki bara bein lína. Við eigum eftir að fara upp og niður í þessi og upplifa góða tíma og verri tíma. Við förum ekki á taugum yfir því. Ég held að þetta þýði ekki endilega að við séum að fara að fá aðra bylgju yfir okkur. Það gæti gerst, þetta er ákveðið merki um að við gætum verið að fá aukningu, en þessar skimanir munu gefa okkur betri upplýsingar um það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Við verðum að búa okkur undir nýja bylgju eftir eina til tvær vikur 16. september 2020 13:03 Þrettán greindust með veiruna í gær en aðeins einn var í sóttkví Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 16. september 2020 11:06 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir þá þrettán sem greindust innanlands í gær vera með sama afbrigði veirunnar og hefur valdið usla hér á landi síðan í sumar. Smitrakningateymið hefur kallað afbrigðið „grænu veiruna“ en fyrsta tilfelli hennar kom upp á höfuðborgarsvæðinu 25. júlí og hefur skotið upp kollinum um allt land. Hefur hún til að mynda valdið hópsýkingu á Akranesi í byrjun ágúst og hópsýkingu sem tengd var við Hótel Rangá. „Þetta eru vonbrigði að fá þennan topp núna. Það sem er alvarlegra er hversu fáir eru í sóttkví og hversu lítil tengsl eru á milli þeirra sem eru að greinast, sem vekur áhyggjur að þetta sé dreifðara þetta smit en við vonuðumst til,“ segir Þórólfur en aðeins einn var í sóttkví af þessum þrettán. Hér má sjá viðtal sem tekið var við Þórólf í dag Hann segir sóttvarnayfirvöld hafa gripið til þess ráðs að leggjast í víðtækari skimanir en áður. Ráðist verður í skimanir í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Þá hefur Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins verið beðin um að gera úrtak á höfuðborgarsvæðinu til að sjá hver útbreiðslan er. Þeir sem greindust í gær teljast ungt fólk, utan eins eldri einstaklings sem hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús en þó ekki á gjörgæslu. Með þessum víðtæku skimunum verðu hægt að leggja mat á hvort búast megi við fleiri „toppum“ eins og sóttvarnalæknir orðar það. Fer ekki á taugum „Þessi eini toppur er ekki svo alvarlegur í sjálfu sér en við viljum vera á undan atburðarásinni,“ segir Þórólfur. Hann telur ekki ástæðu til að ráðast í harðari sóttvarnaaðgerðir innanlands. Spurður hvort fólk hafi slakað of mikið á persónubundnum sóttvörnum samhliða því að yfirvöld hafa slakað á tilmælum, segir Þórólfur ekki gott að segja til um það. „Þetta verður ekki bara bein lína. Við eigum eftir að fara upp og niður í þessi og upplifa góða tíma og verri tíma. Við förum ekki á taugum yfir því. Ég held að þetta þýði ekki endilega að við séum að fara að fá aðra bylgju yfir okkur. Það gæti gerst, þetta er ákveðið merki um að við gætum verið að fá aukningu, en þessar skimanir munu gefa okkur betri upplýsingar um það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Við verðum að búa okkur undir nýja bylgju eftir eina til tvær vikur 16. september 2020 13:03 Þrettán greindust með veiruna í gær en aðeins einn var í sóttkví Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 16. september 2020 11:06 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Þrettán greindust með veiruna í gær en aðeins einn var í sóttkví Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 16. september 2020 11:06