Innanlandssmitin öll af sama stofni Sylvía Hall og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 25. ágúst 2020 20:36 Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna og sóttvarnalæknis. Vísir/Sigurjón 233 kórónuveirusmit hafa greinst innanlands síðasta mánuðinn og eru þau öll rakin til sama stofns veirunnar. Yfirmaður smitrakningarteymis segir að fyrsta tilfellið hér á landi hafi komið upp í Kópavogi. Þá hafi komið upp hópsýkingar á Akranesi og Suðurlandi. Enn einn skólinn bættist í hóp þeirra þar sem röskun verður á skólastarfi í dag en einn þriðji starfsmanna eða átta manns áleikskólanum Ægisborg í Vesturbæ Reykjavíkur hafa verið sendir í sóttkví. Frá því á föstudag hefur því röskun orðið á skólastarfi í fimm grunn- og leikskólum og í Hinu húsinu. Fram hefur komið að líklega hafi starfsmenn skólanna, Hins hússins og Huldubergs smitast í hópsýkingu á Hótel Rangá. Yfirmaður smitrakningateymis hjá Landlækni segir að öll innanlandstilfelli í síðari bylgju faraldursins séu af sama meiði. „Þetta er í rauninni veira af sömu ætt og sú sem við höfum verið að kljást við innanlands og hefur verið að skjóta sér upp innan hópa. Við vitum að hún kemur að utan en við erum ekki á þeim stað að við getum sagt hvenær hún kom eða hvernig hún kom hingað," segir Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna og sóttvarnalæknis. Fyrsta tilfellið hafi komið upp í höfuðborginni. „Fyrsta tilfellið sem kemur upp er í Kópavogi. Svo er það líka stundum þannig að þeir sem greinast fyrstir eru ekki endilega þeir fyrstu sem fá veiruna, það fer allt eftir því hvenær menn greinast og hvenær einkennin koma fram,“ segir Jóhann. „Hún hefur fengið lit hjá okkur, við höfum kallað þetta grænu veiruna.“ Græna veiran sé búin að skjóta upp kollinum um allt land frá 25. júlí. Til að mynda hafi verið stór hópsýking á Akranesi í byrjun ágúst og svo í síðustu viku á Suðurlandi og kringum hótel Rangá. „Hópur sem meðal annars tengist hóteli, hann telur núna um það bil 24, en þetta er hópur sem hefur margar staðsetningar. Það er í rauninni engin ein staðsetning.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Átta í sóttkví af Ægisborg Átta starfsmenn leikskólans Ægisborgar í Vesturbæ Reykjavíkur hafa verið sendir í sóttkví. 25. ágúst 2020 15:11 Tveggja metra reglan tekur breytingum Heilbrigðisráðherra hefur gert breytingu á tveggja metra reglunni svokölluðu. Áður þurfti að tryggja tveggja metra bil á milli einstaklinga sem ekki deildu heimili. 25. ágúst 2020 12:32 Fimm innanlandssmit bætast við Fimm einstaklingar greindust með kórónuveiruna innanlands í dag. Einstaklingarnir greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og af þeim voru þrír í sóttkví. 25. ágúst 2020 11:04 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
233 kórónuveirusmit hafa greinst innanlands síðasta mánuðinn og eru þau öll rakin til sama stofns veirunnar. Yfirmaður smitrakningarteymis segir að fyrsta tilfellið hér á landi hafi komið upp í Kópavogi. Þá hafi komið upp hópsýkingar á Akranesi og Suðurlandi. Enn einn skólinn bættist í hóp þeirra þar sem röskun verður á skólastarfi í dag en einn þriðji starfsmanna eða átta manns áleikskólanum Ægisborg í Vesturbæ Reykjavíkur hafa verið sendir í sóttkví. Frá því á föstudag hefur því röskun orðið á skólastarfi í fimm grunn- og leikskólum og í Hinu húsinu. Fram hefur komið að líklega hafi starfsmenn skólanna, Hins hússins og Huldubergs smitast í hópsýkingu á Hótel Rangá. Yfirmaður smitrakningateymis hjá Landlækni segir að öll innanlandstilfelli í síðari bylgju faraldursins séu af sama meiði. „Þetta er í rauninni veira af sömu ætt og sú sem við höfum verið að kljást við innanlands og hefur verið að skjóta sér upp innan hópa. Við vitum að hún kemur að utan en við erum ekki á þeim stað að við getum sagt hvenær hún kom eða hvernig hún kom hingað," segir Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna og sóttvarnalæknis. Fyrsta tilfellið hafi komið upp í höfuðborginni. „Fyrsta tilfellið sem kemur upp er í Kópavogi. Svo er það líka stundum þannig að þeir sem greinast fyrstir eru ekki endilega þeir fyrstu sem fá veiruna, það fer allt eftir því hvenær menn greinast og hvenær einkennin koma fram,“ segir Jóhann. „Hún hefur fengið lit hjá okkur, við höfum kallað þetta grænu veiruna.“ Græna veiran sé búin að skjóta upp kollinum um allt land frá 25. júlí. Til að mynda hafi verið stór hópsýking á Akranesi í byrjun ágúst og svo í síðustu viku á Suðurlandi og kringum hótel Rangá. „Hópur sem meðal annars tengist hóteli, hann telur núna um það bil 24, en þetta er hópur sem hefur margar staðsetningar. Það er í rauninni engin ein staðsetning.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Átta í sóttkví af Ægisborg Átta starfsmenn leikskólans Ægisborgar í Vesturbæ Reykjavíkur hafa verið sendir í sóttkví. 25. ágúst 2020 15:11 Tveggja metra reglan tekur breytingum Heilbrigðisráðherra hefur gert breytingu á tveggja metra reglunni svokölluðu. Áður þurfti að tryggja tveggja metra bil á milli einstaklinga sem ekki deildu heimili. 25. ágúst 2020 12:32 Fimm innanlandssmit bætast við Fimm einstaklingar greindust með kórónuveiruna innanlands í dag. Einstaklingarnir greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og af þeim voru þrír í sóttkví. 25. ágúst 2020 11:04 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Átta í sóttkví af Ægisborg Átta starfsmenn leikskólans Ægisborgar í Vesturbæ Reykjavíkur hafa verið sendir í sóttkví. 25. ágúst 2020 15:11
Tveggja metra reglan tekur breytingum Heilbrigðisráðherra hefur gert breytingu á tveggja metra reglunni svokölluðu. Áður þurfti að tryggja tveggja metra bil á milli einstaklinga sem ekki deildu heimili. 25. ágúst 2020 12:32
Fimm innanlandssmit bætast við Fimm einstaklingar greindust með kórónuveiruna innanlands í dag. Einstaklingarnir greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og af þeim voru þrír í sóttkví. 25. ágúst 2020 11:04