Innlent

Tvö sam­bæri­leg mál fari á borð land­læknis­em­bættisins

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Sævar Þór Jónsson, lögmaður 
Sævar Þór Jónsson, lögmaður  Mynd/egill aðalsteinsson

Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélag Íslands vegna mistaka við sýnatöku mun eftir helgi senda gögn í tveimur málum sem hann telur sambærileg til embættis Landlæknis. Um er að ræða mál tveggja kvenna sem látist hafa af völdum leghálskrabbameins.

Undanfarna daga hefur Sævari Þór Jónssyni lögmanni borist fjöldi fyrirspurna frá áhyggjufullum konum og aðstandendum sem vilja kanna rétt sinn vegna mögulegra mistaka við greiningu hjá Krabbameinsfélagi íslands.

Mál umbjóðanda Sævars, konu sem greindist með ólæknandi krabbamein eftir að hafa fengið rangar niðurstöður úr krabbameinsskoðun árið 2018, hefur vakið mikla athygli. Félagið hefur nú kallað inn að minnsta kosti 65 konur í nýja skoðun þar sem mistök við greiningu hafa komið í ljós.

Hann telur tvö mál sambærileg fyrsta málinu.

Um er að ræða mál tveggja kvenna sem látist hafa af völdum leghálskrabbameins.Vísir/Vilhelm

„Þetta eru einstaklingar sem eru látnir og fjölskyldur þeirra hafa borið undir mig gögn máls sem gefa tilefni til eða sýna fram á að sýnatökur hafa verið þannig að það hefði átt að kalla einstaklinga aftur inn til frekari athugunar og í einu tilvikunu til ég að um mjög alvarlegt tilvik sé að ræða og mjög einstakt hvað varðar alvarleika," segir Sævar Þór. 

Konurnar hafi farið í sýnatöku á árunum 2013 og 2016.

„Þar af leiðandi spyr ég mig hvort það sé ekki tilefni til að beina rannsókn yfir lengra tímabil en Krabbameinsfélagið hefur nú þegar talað um,“ segir Sævar Þór. En eftir að upp komst um mistökin ákvað Krabbameinsfélagið að endurskoða 6000 sýni frá árunum 2017 til 2018.

Sævar segir að málin verði send til embættis landlæknis á næstu dögum.


Tengdar fréttir

Enn fleiri kallaðar til nýrrar leg­háls­skoðunar

Konum sem Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur kallað til nýrrar leghálsskoðunar vegna mannlegra mistaka við greiningu árið 2018 heldur áfram að fjölga. Þær eru nú orðnar sextíu og fimm.

Rúmlega tuttugu til viðbótar með frumubreytingar

Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur nú yfirfarið 2.200 sýni af þeim sex þúsund sem endurskoða þurfti eftir að í ljós kom að mistök höfðu verið gerð við greiningu hluta þeirra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×