Enski boltinn

Aubameyang framlengir við Arsenal

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pierre-Emerick Aubameyang fagnar marki sínu fyrir Arsenal gegn Fulham um helgina.
Pierre-Emerick Aubameyang fagnar marki sínu fyrir Arsenal gegn Fulham um helgina. getty/David Price

Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal, hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við félagið.

Samningur Aubameyangs átti að renna út næsta sumar og mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð hans.

Aubameyang gekk í raðir Arsenal frá Borussia Dortmund í ársbyrjun 2018. Hann hefur leikið 111 leiki fyrir Arsenal og skorað 72 mörk.

Á síðasta tímabili skoraði Aubameyang sigurmark Arsenal í bikarúrslitaleiknum gegn Chelsea. Hann var einnig valinn í lið ársins í ensku úrvalsdeildinni. Aubameyang varð markahæsti leikmaður deildarinnar tímabilið 2018-19 með 22 mörk.

Aubameyang skoraði þriðja mark Arsenal í 0-3 sigrinum á Fulham í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. Næsti leikur Arsenal er gegn West Ham United á heimavelli á laugardaginn.

Enginn leikmaður Arsenal hefur þurft færri leiki til að skora 50 úrvalsdeildarmörk fyrir félagið en Aubameyang, eða 79 leiki. Gabonmaðurinn var gerður að fyrirliða Arsenal í nóvember í fyrra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.